Dauði lýðveldis Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2017 00:01 Stjórnskipun íslenska ríkisins byggir á þrígreiningu ríkisvaldsins en einhverja útgáfu hennar er að finna í flestum lýðræðisríkjum. Með þrígreiningu hafa hinir ólíku armar ríkisvaldsins tilsjón og taumhald hver með öðrum. Þótt þrígreiningin byggi á stjórnarskránni er hún ekki fullkomlega ómenguð. Þannig þarf atbeina framkvæmda- og eftir atvikum löggjafarvalds til skipunar dómara. Sú ríkisstjórn er við völd hverju sinni sem meirihluti þingsins þolir í embætti og af og til eru dómstólar komnir út á jaðar valdheimilda sinna með framsæknum lögskýringum. Hinir ólíku handhafar ríkisvaldsins virða þó yfirleitt mörk valdheimilda sinna því þeir hafa tilsjón og taumhald með valdmörkum hver annars. Þetta er besta fyrirkomulag stjórnskipunar í lýðræðisríkjum sem þekkist. Á sunnudag kusu Tyrkir í þjóðaratkvæðagreiðslu um 18 viðamiklar breytingar á tyrknesku stjórnarskránni. Breytingarnar fólu í reynd í sér kollvörpun á núverandi stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað tyrkneska þjóðþingsins sem verður veikt verulega þótt þingmönnum fjölgi. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands verður í þeirri stöðu að geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla og forsetinn fær forræði yfir fjárlögum tyrkneska ríkisins. Í raun og veru þýða breytingarnar afnám þrígreiningar ríkisvalds og afnám lýðræðis í núverandi mynd í Tyrklandi eftir 94 ára sögu lýðveldisins. Breytingarnar voru samþykktar með naumum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslunni en áróðurinn hafði dunið á landsmönnum úr öllum áttum í aðdraganda hennar. Mæling leiddi ljós að í umfjöllun 17 sjónvarpsstöðva í Tyrklandi um þjóðaratkvæðagreiðsluna í byrjun mars fóru um 90 prósent af útsendingartímanum í umfjöllun um „Já“. Þessar grundvallarbreytingar á tyrkneskri stjórnskipun eiga sér stað minna en ári eftir misheppnað valdarán í landinu sem Erdogan notaði sem tylliástæðu til að herða enn frekar tökin á fjölmiðlum, dómstólum og akademíu landsins. Fimmtíu þúsund Tyrkir sitja í fangelsi og 100 þúsund manns misstu vinnuna eftir þessar hreinsanir. Tímaritið Foreign Policy spurði í fyrirsögn í grein í mars: Er Tyrkland ennþá lýðræðisríki? Niðurstaðan var sú að líklega væri landið enn sem komið er lýðræðisríki. En bara að nafninu til. Ljóst er hins vegar núna að landið er á hraðferð til einræðis. Íslenska lýðveldið verður 73 ára í sumar og er því 21 ári yngra en það tyrkneska. Sögulegur, menningarlegur og trúarlegur bakgrunnur atburðanna í Tyrklandi er allt annar en bakgrunnur íslenska lýðveldisins. Saga Tyrklands sýnir að það tekur langan tíma að leggja grunn að lýðveldi en stuttan tíma að jarða það og eyða því. Þjóðfélagsskipan sem grundvallast á lýðræði er viðkvæmt blóm sem við þurfum að hlúa að. Öflugasta fyrirbyggjandi aðgerðin til að styrkja stoðir lýðveldisins er að styðja við frelsi ólíkra fjölmiðla, hafa frjóan jarðveg fyrir öflug skoðanaskipti og veita öllum handhöfum ríkisvaldsins stöðugt og kraftmikið aðhald.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun
Stjórnskipun íslenska ríkisins byggir á þrígreiningu ríkisvaldsins en einhverja útgáfu hennar er að finna í flestum lýðræðisríkjum. Með þrígreiningu hafa hinir ólíku armar ríkisvaldsins tilsjón og taumhald hver með öðrum. Þótt þrígreiningin byggi á stjórnarskránni er hún ekki fullkomlega ómenguð. Þannig þarf atbeina framkvæmda- og eftir atvikum löggjafarvalds til skipunar dómara. Sú ríkisstjórn er við völd hverju sinni sem meirihluti þingsins þolir í embætti og af og til eru dómstólar komnir út á jaðar valdheimilda sinna með framsæknum lögskýringum. Hinir ólíku handhafar ríkisvaldsins virða þó yfirleitt mörk valdheimilda sinna því þeir hafa tilsjón og taumhald með valdmörkum hver annars. Þetta er besta fyrirkomulag stjórnskipunar í lýðræðisríkjum sem þekkist. Á sunnudag kusu Tyrkir í þjóðaratkvæðagreiðslu um 18 viðamiklar breytingar á tyrknesku stjórnarskránni. Breytingarnar fólu í reynd í sér kollvörpun á núverandi stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað tyrkneska þjóðþingsins sem verður veikt verulega þótt þingmönnum fjölgi. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands verður í þeirri stöðu að geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla og forsetinn fær forræði yfir fjárlögum tyrkneska ríkisins. Í raun og veru þýða breytingarnar afnám þrígreiningar ríkisvalds og afnám lýðræðis í núverandi mynd í Tyrklandi eftir 94 ára sögu lýðveldisins. Breytingarnar voru samþykktar með naumum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslunni en áróðurinn hafði dunið á landsmönnum úr öllum áttum í aðdraganda hennar. Mæling leiddi ljós að í umfjöllun 17 sjónvarpsstöðva í Tyrklandi um þjóðaratkvæðagreiðsluna í byrjun mars fóru um 90 prósent af útsendingartímanum í umfjöllun um „Já“. Þessar grundvallarbreytingar á tyrkneskri stjórnskipun eiga sér stað minna en ári eftir misheppnað valdarán í landinu sem Erdogan notaði sem tylliástæðu til að herða enn frekar tökin á fjölmiðlum, dómstólum og akademíu landsins. Fimmtíu þúsund Tyrkir sitja í fangelsi og 100 þúsund manns misstu vinnuna eftir þessar hreinsanir. Tímaritið Foreign Policy spurði í fyrirsögn í grein í mars: Er Tyrkland ennþá lýðræðisríki? Niðurstaðan var sú að líklega væri landið enn sem komið er lýðræðisríki. En bara að nafninu til. Ljóst er hins vegar núna að landið er á hraðferð til einræðis. Íslenska lýðveldið verður 73 ára í sumar og er því 21 ári yngra en það tyrkneska. Sögulegur, menningarlegur og trúarlegur bakgrunnur atburðanna í Tyrklandi er allt annar en bakgrunnur íslenska lýðveldisins. Saga Tyrklands sýnir að það tekur langan tíma að leggja grunn að lýðveldi en stuttan tíma að jarða það og eyða því. Þjóðfélagsskipan sem grundvallast á lýðræði er viðkvæmt blóm sem við þurfum að hlúa að. Öflugasta fyrirbyggjandi aðgerðin til að styrkja stoðir lýðveldisins er að styðja við frelsi ólíkra fjölmiðla, hafa frjóan jarðveg fyrir öflug skoðanaskipti og veita öllum handhöfum ríkisvaldsins stöðugt og kraftmikið aðhald.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.