Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn Bubbi Morthens skrifar 1. apríl 2017 07:00 Fyrirtæki sem hefur grætt tugi milljarða ákveður vegna græðgi sem er kallað hagræðing á Excel-skjali að hætta starfsemi í litlu bæjarsamfélagi, það er ekki að græða nóg og ástæðan er að krónan er vond við þau þessa stundina. Þegar krónan liggur sveitt og veik undir þunga gróðans þá hvísla þeir í græðgisbríma: Ó, ég elska þig svo heitt. En um leið og krónan er komin á fætur styrkum fótum og vill ekki þýðast þá, þá kalla þeir til blaðamannafundar og ofbeldið er opinberað í örfáum orðum: Við munum hætta allri starfsemi hér og konurnar verða látnar fara. En á meðan sitja máfurinn og múkkinn sveittir við að reikna út arðinn á þessu ári. Enn og aftur detta nokkrir milljarðar í vasana. Samfélagsleg ábyrgð hlýtur að vera nýyrði í eyrum þeirra sem stjórna, því að ekki virðist það orð hringja bjöllum. Allt fólkið sem hefur unnið af trúmennsku og látið yfir sig ganga langa stranga daga, ljósa sem dökka, það er skotið niður líkt og tívolíendur, bara vegna þess að milljarðamæringarnir eru ekki að græða nóg. Bæjarsamfélagið ákveður af veikum mætti að reyna að þóknast herranum og leitar leiða til að gleðja hann. Þau stóðu tvö föl í svölum sjávarvindi, kona og nýi bæjarstjórinn, og stundu: Við erum í sjokki. Þetta er gömul saga. Hún gerðist líka í gær og mun gerast aftur á morgun. Örfá fyrirtæki gína yfir gapandi fiskum í sjónum og á þurru landi og skrapa völlinn með Excel-skjölunum sínum. Við viljum græða, þið hjálpið okkur til þess, syngja þeir á árshátíðinni þar sem þangskógurinn bylgjast til og frá og fiskar á þurru landi fá eina kvöldstund að deila sama rými og gróðaguðirnir. Eitt augnablik gleyma þau að þau eru fiskar fastir í netmöskvum manna sem hafa eitt áhugamál. Gróði, ó, þú sæti gróði, ó, þú dásamlegi gróði, umla þeir á milli máltíða. Svo vakna þeir upp hrópandi nei! Og konan spyr: Fékkstu martröð, elskan? Og það er stunið upp: Já. Hvað var það, ljúfurinn? Mig dreymdi samfélagslega ábyrgð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem hefur grætt tugi milljarða ákveður vegna græðgi sem er kallað hagræðing á Excel-skjali að hætta starfsemi í litlu bæjarsamfélagi, það er ekki að græða nóg og ástæðan er að krónan er vond við þau þessa stundina. Þegar krónan liggur sveitt og veik undir þunga gróðans þá hvísla þeir í græðgisbríma: Ó, ég elska þig svo heitt. En um leið og krónan er komin á fætur styrkum fótum og vill ekki þýðast þá, þá kalla þeir til blaðamannafundar og ofbeldið er opinberað í örfáum orðum: Við munum hætta allri starfsemi hér og konurnar verða látnar fara. En á meðan sitja máfurinn og múkkinn sveittir við að reikna út arðinn á þessu ári. Enn og aftur detta nokkrir milljarðar í vasana. Samfélagsleg ábyrgð hlýtur að vera nýyrði í eyrum þeirra sem stjórna, því að ekki virðist það orð hringja bjöllum. Allt fólkið sem hefur unnið af trúmennsku og látið yfir sig ganga langa stranga daga, ljósa sem dökka, það er skotið niður líkt og tívolíendur, bara vegna þess að milljarðamæringarnir eru ekki að græða nóg. Bæjarsamfélagið ákveður af veikum mætti að reyna að þóknast herranum og leitar leiða til að gleðja hann. Þau stóðu tvö föl í svölum sjávarvindi, kona og nýi bæjarstjórinn, og stundu: Við erum í sjokki. Þetta er gömul saga. Hún gerðist líka í gær og mun gerast aftur á morgun. Örfá fyrirtæki gína yfir gapandi fiskum í sjónum og á þurru landi og skrapa völlinn með Excel-skjölunum sínum. Við viljum græða, þið hjálpið okkur til þess, syngja þeir á árshátíðinni þar sem þangskógurinn bylgjast til og frá og fiskar á þurru landi fá eina kvöldstund að deila sama rými og gróðaguðirnir. Eitt augnablik gleyma þau að þau eru fiskar fastir í netmöskvum manna sem hafa eitt áhugamál. Gróði, ó, þú sæti gróði, ó, þú dásamlegi gróði, umla þeir á milli máltíða. Svo vakna þeir upp hrópandi nei! Og konan spyr: Fékkstu martröð, elskan? Og það er stunið upp: Já. Hvað var það, ljúfurinn? Mig dreymdi samfélagslega ábyrgð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar