Haukar og Grótta komin í úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2017 15:15 Ramune skoraði sex mörk fyrir Hauka. vísir/eyþór Næstsíðasta umferð Olís-deildar kvenna í handbolta fór fram í dag. Haukar og Grótta tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigrum í sínum leikjum. Haukar unnu öruggan sigur á ÍBV í Schenker-höllinni, 25-20, og gerðu þar með út um möguleika Eyjakvenna á komast í úrslitakeppnina. Maria Ines Da Silva og Ramune Pekarskyte skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka sem leiddu allan leikinn. ÍBV var í miklum vandræðum í sókninni og skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 21 mínútu leiksins. Staðan í hálfleik var 12-6, Haukum í vil og Hafnfirðingar náðu mest níu marka forskoti í seinni hálfleik. Lokatölur 25-20, Haukum í vil. Grótta átti ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið Fylkis að velli, 27-19. Þetta var sjötti sigur Seltirninga í síðustu sjö leikjum en Íslandsmeistararnir hafa heldur betur rétt úr kútnum eftir áramót. Sunna María Einarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu. Thea Imani Sturludóttir og Christine Rishaug gerðu fimm mörk hvor fyrir Fylki. Fram rúllaði yfir Selfoss á heimavelli, 32-23. Fram er áfram á toppi deildarinnar og dugir jafntefli gegn Stjörnunni í lokaumferðinni til að verða deildarmeistari. Ragnheiður Júlíusdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru frábærar í liði Fram og skoruðu samtals 22 mörk. Ragnheiður skoraði 12 mörk og Steinunn tíu. Þá vann Stjarnan sjö marka sigur á Val, 28-21, á heimavelli. Stefanía Theodórsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna en Diana Satkauskaite var með sjö mörk í liði Vals.Haukar 25-20 ÍBVMörk Hauka: Maria Ines Da Silva 6, Ramune Pekarskyte 6, Erla Eiríksdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, María Karlsdóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1.Mörk ÍBV: Sandra Dís Sigurðardóttir 4, Sandra Erlingsdóttir, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Telma Silva Amado 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Greta Kavailuskaite 1.Grótta 27-19 FylkirMörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 8, Lovísa Thompson 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 2, Emma Havin Sardardóttir 2, Selma Þóra Jóhannsdóttir 1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1.Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 5, Christine Rishaug 5, Hildur Björnsdóttir 4, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 4, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Þuríður Guðjónsdóttir 1.Fram 32-23 SelfossFram: Ragnheiður Júlíusdóttir 12, Steinunn Björnsdóttir 10, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1.Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 4, Dijana Radojevic 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 2, Carmen Palamariu 1, Ásta Margrét Jónsdóttir 1, Margrét Katrín Jónsdóttir 1.Stjarnan 28-21 ValurMörk Stjörnunnar: Stefanía Theodórsdóttir 8, Brynhildur Kjartansdóttir 5, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Elena Birgisdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1.Mörk Vals: Diana Satkauskaite 7, Kristín Guðmundsdóttir 6, Kristín Arndís Ólafsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1, Birta Fönn Sveinsdóttir 1. Olís-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Næstsíðasta umferð Olís-deildar kvenna í handbolta fór fram í dag. Haukar og Grótta tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigrum í sínum leikjum. Haukar unnu öruggan sigur á ÍBV í Schenker-höllinni, 25-20, og gerðu þar með út um möguleika Eyjakvenna á komast í úrslitakeppnina. Maria Ines Da Silva og Ramune Pekarskyte skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka sem leiddu allan leikinn. ÍBV var í miklum vandræðum í sókninni og skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 21 mínútu leiksins. Staðan í hálfleik var 12-6, Haukum í vil og Hafnfirðingar náðu mest níu marka forskoti í seinni hálfleik. Lokatölur 25-20, Haukum í vil. Grótta átti ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið Fylkis að velli, 27-19. Þetta var sjötti sigur Seltirninga í síðustu sjö leikjum en Íslandsmeistararnir hafa heldur betur rétt úr kútnum eftir áramót. Sunna María Einarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu. Thea Imani Sturludóttir og Christine Rishaug gerðu fimm mörk hvor fyrir Fylki. Fram rúllaði yfir Selfoss á heimavelli, 32-23. Fram er áfram á toppi deildarinnar og dugir jafntefli gegn Stjörnunni í lokaumferðinni til að verða deildarmeistari. Ragnheiður Júlíusdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru frábærar í liði Fram og skoruðu samtals 22 mörk. Ragnheiður skoraði 12 mörk og Steinunn tíu. Þá vann Stjarnan sjö marka sigur á Val, 28-21, á heimavelli. Stefanía Theodórsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna en Diana Satkauskaite var með sjö mörk í liði Vals.Haukar 25-20 ÍBVMörk Hauka: Maria Ines Da Silva 6, Ramune Pekarskyte 6, Erla Eiríksdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, María Karlsdóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1.Mörk ÍBV: Sandra Dís Sigurðardóttir 4, Sandra Erlingsdóttir, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Telma Silva Amado 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Greta Kavailuskaite 1.Grótta 27-19 FylkirMörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 8, Lovísa Thompson 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 2, Emma Havin Sardardóttir 2, Selma Þóra Jóhannsdóttir 1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1.Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 5, Christine Rishaug 5, Hildur Björnsdóttir 4, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 4, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Þuríður Guðjónsdóttir 1.Fram 32-23 SelfossFram: Ragnheiður Júlíusdóttir 12, Steinunn Björnsdóttir 10, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1.Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 4, Dijana Radojevic 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 2, Carmen Palamariu 1, Ásta Margrét Jónsdóttir 1, Margrét Katrín Jónsdóttir 1.Stjarnan 28-21 ValurMörk Stjörnunnar: Stefanía Theodórsdóttir 8, Brynhildur Kjartansdóttir 5, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Elena Birgisdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1.Mörk Vals: Diana Satkauskaite 7, Kristín Guðmundsdóttir 6, Kristín Arndís Ólafsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1, Birta Fönn Sveinsdóttir 1.
Olís-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira