Haukar og Grótta komin í úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2017 15:15 Ramune skoraði sex mörk fyrir Hauka. vísir/eyþór Næstsíðasta umferð Olís-deildar kvenna í handbolta fór fram í dag. Haukar og Grótta tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigrum í sínum leikjum. Haukar unnu öruggan sigur á ÍBV í Schenker-höllinni, 25-20, og gerðu þar með út um möguleika Eyjakvenna á komast í úrslitakeppnina. Maria Ines Da Silva og Ramune Pekarskyte skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka sem leiddu allan leikinn. ÍBV var í miklum vandræðum í sókninni og skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 21 mínútu leiksins. Staðan í hálfleik var 12-6, Haukum í vil og Hafnfirðingar náðu mest níu marka forskoti í seinni hálfleik. Lokatölur 25-20, Haukum í vil. Grótta átti ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið Fylkis að velli, 27-19. Þetta var sjötti sigur Seltirninga í síðustu sjö leikjum en Íslandsmeistararnir hafa heldur betur rétt úr kútnum eftir áramót. Sunna María Einarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu. Thea Imani Sturludóttir og Christine Rishaug gerðu fimm mörk hvor fyrir Fylki. Fram rúllaði yfir Selfoss á heimavelli, 32-23. Fram er áfram á toppi deildarinnar og dugir jafntefli gegn Stjörnunni í lokaumferðinni til að verða deildarmeistari. Ragnheiður Júlíusdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru frábærar í liði Fram og skoruðu samtals 22 mörk. Ragnheiður skoraði 12 mörk og Steinunn tíu. Þá vann Stjarnan sjö marka sigur á Val, 28-21, á heimavelli. Stefanía Theodórsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna en Diana Satkauskaite var með sjö mörk í liði Vals.Haukar 25-20 ÍBVMörk Hauka: Maria Ines Da Silva 6, Ramune Pekarskyte 6, Erla Eiríksdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, María Karlsdóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1.Mörk ÍBV: Sandra Dís Sigurðardóttir 4, Sandra Erlingsdóttir, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Telma Silva Amado 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Greta Kavailuskaite 1.Grótta 27-19 FylkirMörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 8, Lovísa Thompson 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 2, Emma Havin Sardardóttir 2, Selma Þóra Jóhannsdóttir 1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1.Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 5, Christine Rishaug 5, Hildur Björnsdóttir 4, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 4, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Þuríður Guðjónsdóttir 1.Fram 32-23 SelfossFram: Ragnheiður Júlíusdóttir 12, Steinunn Björnsdóttir 10, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1.Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 4, Dijana Radojevic 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 2, Carmen Palamariu 1, Ásta Margrét Jónsdóttir 1, Margrét Katrín Jónsdóttir 1.Stjarnan 28-21 ValurMörk Stjörnunnar: Stefanía Theodórsdóttir 8, Brynhildur Kjartansdóttir 5, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Elena Birgisdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1.Mörk Vals: Diana Satkauskaite 7, Kristín Guðmundsdóttir 6, Kristín Arndís Ólafsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1, Birta Fönn Sveinsdóttir 1. Olís-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Næstsíðasta umferð Olís-deildar kvenna í handbolta fór fram í dag. Haukar og Grótta tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigrum í sínum leikjum. Haukar unnu öruggan sigur á ÍBV í Schenker-höllinni, 25-20, og gerðu þar með út um möguleika Eyjakvenna á komast í úrslitakeppnina. Maria Ines Da Silva og Ramune Pekarskyte skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka sem leiddu allan leikinn. ÍBV var í miklum vandræðum í sókninni og skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 21 mínútu leiksins. Staðan í hálfleik var 12-6, Haukum í vil og Hafnfirðingar náðu mest níu marka forskoti í seinni hálfleik. Lokatölur 25-20, Haukum í vil. Grótta átti ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið Fylkis að velli, 27-19. Þetta var sjötti sigur Seltirninga í síðustu sjö leikjum en Íslandsmeistararnir hafa heldur betur rétt úr kútnum eftir áramót. Sunna María Einarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu. Thea Imani Sturludóttir og Christine Rishaug gerðu fimm mörk hvor fyrir Fylki. Fram rúllaði yfir Selfoss á heimavelli, 32-23. Fram er áfram á toppi deildarinnar og dugir jafntefli gegn Stjörnunni í lokaumferðinni til að verða deildarmeistari. Ragnheiður Júlíusdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru frábærar í liði Fram og skoruðu samtals 22 mörk. Ragnheiður skoraði 12 mörk og Steinunn tíu. Þá vann Stjarnan sjö marka sigur á Val, 28-21, á heimavelli. Stefanía Theodórsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna en Diana Satkauskaite var með sjö mörk í liði Vals.Haukar 25-20 ÍBVMörk Hauka: Maria Ines Da Silva 6, Ramune Pekarskyte 6, Erla Eiríksdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, María Karlsdóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1.Mörk ÍBV: Sandra Dís Sigurðardóttir 4, Sandra Erlingsdóttir, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Telma Silva Amado 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Greta Kavailuskaite 1.Grótta 27-19 FylkirMörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 8, Lovísa Thompson 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 2, Emma Havin Sardardóttir 2, Selma Þóra Jóhannsdóttir 1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1.Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 5, Christine Rishaug 5, Hildur Björnsdóttir 4, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 4, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Þuríður Guðjónsdóttir 1.Fram 32-23 SelfossFram: Ragnheiður Júlíusdóttir 12, Steinunn Björnsdóttir 10, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1.Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 4, Dijana Radojevic 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 2, Carmen Palamariu 1, Ásta Margrét Jónsdóttir 1, Margrét Katrín Jónsdóttir 1.Stjarnan 28-21 ValurMörk Stjörnunnar: Stefanía Theodórsdóttir 8, Brynhildur Kjartansdóttir 5, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Elena Birgisdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1.Mörk Vals: Diana Satkauskaite 7, Kristín Guðmundsdóttir 6, Kristín Arndís Ólafsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1, Birta Fönn Sveinsdóttir 1.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira