ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 19:05 Gíbraltar er fyrir sunnan Spán en Bretar hafa ráðið þar ríkjum síðan árið 1713. Vísir/EPA Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017 Gíbraltar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017
Gíbraltar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira