Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2017 21:45 Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. Í fréttum Stöðvar 2 var Langaholt á Snæfellsnesi heimsótt og rætt við gestgjafana, þau Þorkel Símonarson og Rúnu Björg Magnúsdóttur. Þetta byrjaði sem bændagisting að Görðum árið 1978 en er nú gistihúsið í Langaholti. Þar er nýbúið að opna nýja tuttugu herbergja gistiálmu. „Hjá foreldrum mínum var þetta svona valkostur við búskaparhokur, nokkrar kindur og nokkrir kálfar og beljur,” segir Þorkell, sem tekinn er við rekstrinum. Nú er þetta eitt stærsta fyrirtæki sveitarinnar. „Við erum þrettán sem vinnum hérna yfir vetrartímann akkúrat núna. Það er 3-4 ár síðan við byrjuðum að opna á veturna. Þetta er alltaf að stækka og stækka,” segir Rúna Björg. Yfir sumartímann fjölgar starfsfólki enn frekar og býst hún við að þau verði 25 til 30 í sumar.Rúna Björg Magnúsdóttir í veitingasalnum í Langaholti á Snæfellsnesi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þorkell segist hafa ekki hafa verið smeykur að tvöfalda gistirýmið. „Þetta er dýrt og þetta er mikill biti. En ég stóð frammi fyrir því að einingin var óhagkvæm. Þetta er tuttugu herbergja eining, ég held úti veitingastað. Hluti af húsinu er orðinn þrjátíu ára gamall. Það bara þurfti að gera eitthvað. Þetta varð bara að gerast. Það þarf að endurnýja og stækka. Og ef það er ekki hægt núna, hvenær er það þá hægt? Ég bara spyr.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. Í fréttum Stöðvar 2 var Langaholt á Snæfellsnesi heimsótt og rætt við gestgjafana, þau Þorkel Símonarson og Rúnu Björg Magnúsdóttur. Þetta byrjaði sem bændagisting að Görðum árið 1978 en er nú gistihúsið í Langaholti. Þar er nýbúið að opna nýja tuttugu herbergja gistiálmu. „Hjá foreldrum mínum var þetta svona valkostur við búskaparhokur, nokkrar kindur og nokkrir kálfar og beljur,” segir Þorkell, sem tekinn er við rekstrinum. Nú er þetta eitt stærsta fyrirtæki sveitarinnar. „Við erum þrettán sem vinnum hérna yfir vetrartímann akkúrat núna. Það er 3-4 ár síðan við byrjuðum að opna á veturna. Þetta er alltaf að stækka og stækka,” segir Rúna Björg. Yfir sumartímann fjölgar starfsfólki enn frekar og býst hún við að þau verði 25 til 30 í sumar.Rúna Björg Magnúsdóttir í veitingasalnum í Langaholti á Snæfellsnesi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þorkell segist hafa ekki hafa verið smeykur að tvöfalda gistirýmið. „Þetta er dýrt og þetta er mikill biti. En ég stóð frammi fyrir því að einingin var óhagkvæm. Þetta er tuttugu herbergja eining, ég held úti veitingastað. Hluti af húsinu er orðinn þrjátíu ára gamall. Það bara þurfti að gera eitthvað. Þetta varð bara að gerast. Það þarf að endurnýja og stækka. Og ef það er ekki hægt núna, hvenær er það þá hægt? Ég bara spyr.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30