Það er stundum sagt að það geti allt gerst í íþróttum og við erum minnt á það mjög reglulega.
Í lebanska meistaramótinu í Muay Thai var nefnilega dómari rotaður. Ekki af því einhver kýldi hann viljandi heldur var það óviljandi högg sem felldi dómarann.
Villt högg endaði í kinn dómarans sem féll eins tré til jarðar. Hann jafnaði sig þó fljótt aftur.
Sjá má rothöggið hér.
