Gronk toppaði kjánamánuðinn með því að stela treyju Tom Brady og vera tæklaður | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 11:30 Tom Brady horfir á eftir Gronk með treyjuna. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017 NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017
NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30
Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00
Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15
Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00