Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. apríl 2017 00:15 Árásinni hefur verið mótmælt víða um heim. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira