Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2017 08:28 Tomahawk-eldflaug skotið á loft frá USS Porter á Miðjarðarhafi í nótt. Vísir/EPA Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. Ríkisstjóri í Sýrlandi segir að óbreyttir borgarar í grennd við herflugvöllinn hafi einnig látið lífið í árásinni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:35.Þetta vitum við um árásina:Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum á herflugvöllinn frá herskipunum USS Porter og USS Ross á Miðjarðarhafi.Eldflaugunum var beint að flugbrautum, flugskýlum, flugturni og birgðageymslum á herflugvellinum Shayrat í Homs-héraði í Sýrlandi.Árásin á sér stað hálfum öðrum sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi gengið allt of langt með efnavopnaárás Sýrlandshers í bænum Khan Sheikhoun í Idlib-héraði sem varð 83 manns að bana, meðal annars börnum og ungabörnum.Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina sem stóð í um tvær mínútur og átti sér stað um 00:40 í nótt að íslenskum tíma.Byggingar herflugvallarins eiga að hafa staðið í ljósum logum í um tvo tíma eftir árásina.Orrustuþoturnar sem eru sagðar hafa verið notaðar í efnavopnaárásinni eiga að hafa verið sendar frá herflugvellinum við Shayrat.Herflugvöllurinn er sögn Al Arabiya einn af mikilvægustu herflugvöllum sýrlenska stjórnarhersins. Þaðan er herþotum, meðal annars af gerðinni MiG 23, MiG 24 og Sukhoi Su 25, flogið. Þar eru einnig eldflaugar, ratsjár og ýmis varnarkerfi að finna.Rússneski blaðamaðurinn Yevgeny Poddubny hjá Rossiya 24 er á herflugvellinum og segir að níu sýrlenskar herþotur hafi eyðilagst í árásinni og að miklar skemmdir hafi verið unnar á flugskýlinu sem hýsir þoturnar. Flugbrautin er ekki ónýt en þakin sprengjubrotum.Rússnesk stjórnvöld hafa greint frá því í yfirlýsingu að þau munu aðstoða Sýrlandsstjórn að byggja upp flugher landsins í kjölfar árásar Bandaríkjahers. Þá er fullyrt að einungis 23 af 59 Tomahawk-eldflaugum sem voru skotnar á loft hafi lent á herflugvellinum.Stærstur hluti herflugvallarins á að hafa eyðilagst í árás Bandaríkjahers.Ríkisstjórinn í Homs segir að margir hafi látið lífið í árásinni, meðal annars óbreyttur borgari í nálægu þorpi. Herflugvöllurinn hafi verið notaður í aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Stjórnvöld í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Tyrklandi, Ísrael, Japan, Póllandi, Ástralíu og Sádi-Arabíu hafa lýst yfir stuðningi við árás Bandaríkjahers.Stjórnvöld í Rússlandi, sem eru bandamenn Assad-stjórnarinnar, hafa gagnrýnt árásina og segja hana árás á fullvalda ríki og brjóti gegn alþjóðalögum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur krafist þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman til að ræða árásina.Bandaríkjastjórn upplýsti meðal annars stjórnvöld í Rússlandi, Bretlandi, Frakklandi og Kína um árásina fyrirfram. Að mestu leyti tókst að rýma herstöðina fyrir árásina. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var einnig kunnugt um árásina fyrirfram.Gervihnattamynd sem sýnir Shayrat-herflugvöllinn í Homs.Vísir/AFPÍ frétt SVT kemur fram að ólíkar upplýsingar hafi borist um fjölda látinna. Sýrlenskir uppreisnarmenn segja að minnsta kosti fjóra sýrlenska hermenn hafa fallið, þar af einn liðsforingja. Heimildarmenn innan Sýrlandsstjórnar segja að þrír hermenn hafa látið lífið, auk tveggja óbreyttra borgara í nálægu þorpi. Samkvæmt sömu upplýsingum særðust sjö til viðbótar í árásinni. Sýrlandsher segir sex látna og fjölmarga hafa særst. Engir Rússar eiga að hafa fallið í árásinni. Að sögn Reuters hefur sýrlenskir ríkisfjölmiðill greint frá því að níu óbreyttir borgarar, þar af fjögur börn hafi látið lífið í árásinni.Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar voru Rússar á herstöðinni, en að Rússlandsstjórn hafi ítrekað verið vöruð við yfirvofandi árás.Talsmaður Rússlandsstjórnar sagði í morgun að Rússar muni ekki bregðast við árásinni með því að auka hernaðaraðgerðir sínar í Sýrlandi. Pyotr Tolstoy, varaforseti rússneska þingsins, sagði í ræðu á þinginu í morgun að Rússar ættu að fara sér hægt og bregðast við í fullu samræmi við alþjóðalög.Að neðan má sjá myndskeið frá rússneskri sjónvarpsstöð sem ku sýna skemmdirnar á herflugvellinum.Sýrlandsstjórn neitar því að bera ábyrgð á efnavopnaárásinni í Idlib fyrr í vikunni, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum fullyrða að svo sé.Rússar hafa lýst því yfir að samningi Rússa og Bandaríkjamanna sem snýr að flugöryggi hafi verið rift. Samningurinn gengur út á að ríkin greini hvort öðru frá því hvar þau ætli að gera sprengjuárásir, þannig að ríkin ráðist ekki fyrir mistök á velar hvors annars. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að vegna árásar Bandaríkjastjórnar í nótt aukist hættan á árekstrum herþotna ríkjanna í háloftunum. Rússar munu áfram eiga í hertæknilegum samskiptum við Bandaríkjaher, en ekki deila upplýsingum.US strikes show needed resolve against barbaric chemical attacks. EU will work with the US to end brutality in Syria.— Donald Tusk (@eucopresident) April 7, 2017 Trump lýsti því yfir þegar í gærkvöldi að Bandaríkjastjórn íhugaði að ráðast í hernaðaraðgerðir gegn Assad-stjórninni.Að sögn CNN fundaði Trump með þjóðaröryggisráði sínu í gær þar sem ákvörðunin um árás var tekin. Hann borðaði kvöldverð með Xi Jinping Kínaforseta á þeim tíma sem árásin var gerð. Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. Ríkisstjóri í Sýrlandi segir að óbreyttir borgarar í grennd við herflugvöllinn hafi einnig látið lífið í árásinni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:35.Þetta vitum við um árásina:Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum á herflugvöllinn frá herskipunum USS Porter og USS Ross á Miðjarðarhafi.Eldflaugunum var beint að flugbrautum, flugskýlum, flugturni og birgðageymslum á herflugvellinum Shayrat í Homs-héraði í Sýrlandi.Árásin á sér stað hálfum öðrum sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi gengið allt of langt með efnavopnaárás Sýrlandshers í bænum Khan Sheikhoun í Idlib-héraði sem varð 83 manns að bana, meðal annars börnum og ungabörnum.Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina sem stóð í um tvær mínútur og átti sér stað um 00:40 í nótt að íslenskum tíma.Byggingar herflugvallarins eiga að hafa staðið í ljósum logum í um tvo tíma eftir árásina.Orrustuþoturnar sem eru sagðar hafa verið notaðar í efnavopnaárásinni eiga að hafa verið sendar frá herflugvellinum við Shayrat.Herflugvöllurinn er sögn Al Arabiya einn af mikilvægustu herflugvöllum sýrlenska stjórnarhersins. Þaðan er herþotum, meðal annars af gerðinni MiG 23, MiG 24 og Sukhoi Su 25, flogið. Þar eru einnig eldflaugar, ratsjár og ýmis varnarkerfi að finna.Rússneski blaðamaðurinn Yevgeny Poddubny hjá Rossiya 24 er á herflugvellinum og segir að níu sýrlenskar herþotur hafi eyðilagst í árásinni og að miklar skemmdir hafi verið unnar á flugskýlinu sem hýsir þoturnar. Flugbrautin er ekki ónýt en þakin sprengjubrotum.Rússnesk stjórnvöld hafa greint frá því í yfirlýsingu að þau munu aðstoða Sýrlandsstjórn að byggja upp flugher landsins í kjölfar árásar Bandaríkjahers. Þá er fullyrt að einungis 23 af 59 Tomahawk-eldflaugum sem voru skotnar á loft hafi lent á herflugvellinum.Stærstur hluti herflugvallarins á að hafa eyðilagst í árás Bandaríkjahers.Ríkisstjórinn í Homs segir að margir hafi látið lífið í árásinni, meðal annars óbreyttur borgari í nálægu þorpi. Herflugvöllurinn hafi verið notaður í aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Stjórnvöld í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Tyrklandi, Ísrael, Japan, Póllandi, Ástralíu og Sádi-Arabíu hafa lýst yfir stuðningi við árás Bandaríkjahers.Stjórnvöld í Rússlandi, sem eru bandamenn Assad-stjórnarinnar, hafa gagnrýnt árásina og segja hana árás á fullvalda ríki og brjóti gegn alþjóðalögum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur krafist þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman til að ræða árásina.Bandaríkjastjórn upplýsti meðal annars stjórnvöld í Rússlandi, Bretlandi, Frakklandi og Kína um árásina fyrirfram. Að mestu leyti tókst að rýma herstöðina fyrir árásina. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var einnig kunnugt um árásina fyrirfram.Gervihnattamynd sem sýnir Shayrat-herflugvöllinn í Homs.Vísir/AFPÍ frétt SVT kemur fram að ólíkar upplýsingar hafi borist um fjölda látinna. Sýrlenskir uppreisnarmenn segja að minnsta kosti fjóra sýrlenska hermenn hafa fallið, þar af einn liðsforingja. Heimildarmenn innan Sýrlandsstjórnar segja að þrír hermenn hafa látið lífið, auk tveggja óbreyttra borgara í nálægu þorpi. Samkvæmt sömu upplýsingum særðust sjö til viðbótar í árásinni. Sýrlandsher segir sex látna og fjölmarga hafa særst. Engir Rússar eiga að hafa fallið í árásinni. Að sögn Reuters hefur sýrlenskir ríkisfjölmiðill greint frá því að níu óbreyttir borgarar, þar af fjögur börn hafi látið lífið í árásinni.Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar voru Rússar á herstöðinni, en að Rússlandsstjórn hafi ítrekað verið vöruð við yfirvofandi árás.Talsmaður Rússlandsstjórnar sagði í morgun að Rússar muni ekki bregðast við árásinni með því að auka hernaðaraðgerðir sínar í Sýrlandi. Pyotr Tolstoy, varaforseti rússneska þingsins, sagði í ræðu á þinginu í morgun að Rússar ættu að fara sér hægt og bregðast við í fullu samræmi við alþjóðalög.Að neðan má sjá myndskeið frá rússneskri sjónvarpsstöð sem ku sýna skemmdirnar á herflugvellinum.Sýrlandsstjórn neitar því að bera ábyrgð á efnavopnaárásinni í Idlib fyrr í vikunni, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum fullyrða að svo sé.Rússar hafa lýst því yfir að samningi Rússa og Bandaríkjamanna sem snýr að flugöryggi hafi verið rift. Samningurinn gengur út á að ríkin greini hvort öðru frá því hvar þau ætli að gera sprengjuárásir, þannig að ríkin ráðist ekki fyrir mistök á velar hvors annars. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að vegna árásar Bandaríkjastjórnar í nótt aukist hættan á árekstrum herþotna ríkjanna í háloftunum. Rússar munu áfram eiga í hertæknilegum samskiptum við Bandaríkjaher, en ekki deila upplýsingum.US strikes show needed resolve against barbaric chemical attacks. EU will work with the US to end brutality in Syria.— Donald Tusk (@eucopresident) April 7, 2017 Trump lýsti því yfir þegar í gærkvöldi að Bandaríkjastjórn íhugaði að ráðast í hernaðaraðgerðir gegn Assad-stjórninni.Að sögn CNN fundaði Trump með þjóðaröryggisráði sínu í gær þar sem ákvörðunin um árás var tekin. Hann borðaði kvöldverð með Xi Jinping Kínaforseta á þeim tíma sem árásin var gerð.
Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46