Takast á við Ragnarök Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2017 08:00 Linda Ýr, Guðný Lára og Aníta Björk ætla sér alla leið í dag – á mynd með dómaranum Agli Kaktuz. Vísir/Ernir Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira