Nú er ljóst hvaða lið mætast í bikarúrslitum í blaki.
Í kvennaflokki mætast Afturelding og HK. Mosfellingar unnu 3-0 sigur á Þrótti Nes. í fyrri undanúrslitaleiknum í dag. Afturelding vann hrinurnar 25-16, 25-17 og 25-20.
Í seinni undanúrslitaleiknum bar HK sigurorð af Stjörnunni, 3-1. HK vann fyrstu tvær hrinurnar örugglega, 25-12 og 25-10. Stjarnan minnkaði muninn með sigri í 3. hrinunni, 25-23, en HK kláraði svo leikinn með sigri í 4. hrinunni, 25-13.
Úrslitaleikur Aftureldingar og HK fer fram í Laugardalshöllinni klukkan 16:00. á sunnudaginn.
Í úrslitaleiknum í karlaflokki klukkan 14:00 á sunnudaginn mætast Stjarnan og Afturelding.
Stjarnan vann HK í fyrri undanúrslitaleiknum, 3-0. Stjarnan vann hrinurnar 25-20, 25-18 og 28-26.
Í seinni undanúrslitaleiknum vann Afturelding Vestra, 3-0. Mosfellingar unnu hrinurnar 25-22, 25-23, 25-17.
Afturelding í úrslitum í bæði karla- og kvennaflokki
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn
