Sæstrengur! Er það góð hugmynd? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 4. maí 2017 10:00 Þungi umræðu um sæstreng fer vaxandi. Flutningskerfi raforku hafa fengið nokkra umfjöllun en lítil umræða er um orkuverð, sem þó fer hækkandi. Útlit er fyrir frekari hækkanir orkuverðs. Áætlanir orkufyrirtækja benda til að sæstrengur sé í farvatninu. Orkusala um sæstreng krefst hnökralausrar fæðingar orku að streng. Gott og sveigjanlegt raforkuflutningskerfi er forsenda þessa. Landsnet er dótturfyrirtæki Landsvirkjunar og hefur í mörg ár með miklum tilkostnaði unnið að stórum og stæðilegum áætlunum um framkvæmdir sem eiga að styrkja flutningskerfið; fyrir landsbyggðina, að mér skilst. Hér dugir ekkert minna en 100 milljarða verkefnaveisla, á erlendum lánum. Sala orku um lengsta og dýrasta sæstreng í heimi er tæknilega útfæranlegt verkefni. Hins vegar er ástæða til að velta fyrir sér eftirfarandi: Gríðarmiklar fjárfestingar hafa verið gerðar í grænni orkutækni undanfarin ár. Nýsköpun og tækniþróun hafa blómstrað á þessu sviði (erlendis) og einungis tímaspursmál hvenær árangurinn lítur dagsins ljós. Vöxtur frekari fjárfestinga í grænni orkutækni er fyrirsjáanlegur og mun enn auka framboð og valmöguleika, nýr ofur-fjárfestingasjóður ríkasta manns heims, Bill Gates, er vísbending um hvert hugur fjárfesta stefnir. Í hverri viku fellur meiri endurnýjanleg orka á jörðina en mannkynið notar í heild sinni – á ári. Líklegt er að nýting aukist hratt á næstu árum; ný efni, ný framleiðslutækni og breytt hugsun munu sjá til þess. Þýskaland er á undan eigin áætlun um breytingu úr kjarnorku í græna orku (30% orku nú græn), þróun sem gengur þvert á efasemdaraddir. Framboð og nýting eru líklegri til að aukast verulega frekar en hitt. Fjölmargar nýjar og jafnvel betri – staðbundnar – lausnir til vinnslu grænnar orku eru enn fremur líklegar til að líta dagsins ljós á næstu árum. Hverjar eru líkur þess að lengsti og dýrasti sæstrengur heims – og mesta orkutap – verði samkeppnisfær og styrki íslenska velferð? Orkuverð margfaldaðist Noregur hefur nú þegar tengt sig við umheiminn með sæstreng. Það er margt ákaflega gott í Noregi þegar kemur að lífsgæðum og velferð venjulegs fólks. Hins vegar er mér minnisstæður harður vetur þegar orkuverð margfaldaðist. Orsök þessa reyndist orkusala sumarið áður, er tiltekin vatnslón tæmdust við orkusölu úr landi. Í kjölfarið fékk almenningur það hlutskipti að slást um afgangsorku – restar – í vatnslónum Noregs og greiða fyrir það margfalt verð. Þetta kom sér auðvitað ekki illa fyrir orkufyrirtækið (góð sumar- og vetrarsala), öllu verr fyrir almenning. Allt undir merkjum markaðsfræðanna góðu. Þekkt er að orkuverð hækkaði verulega eftir tilkomu sæstrengs. Vatn, sundlaugar og heitir pottar eru ómetanleg lífsgæði á Íslandi og frelsi sem endurspeglast í því að eiga einfaldlega nóg af dásamlega heitu og köldu vatni? Hvernig verður rekstrarumhverfi baðstaða og heimila eftir verðhækkun orkunnar? Er ekki rétt að spyrja hvernig sæstrengur til Evrópu auki hagsæld og lífsgæði íslensks almennings? Ungt fólk, verkafólk, öryrkjar, lífeyrisþegar, einstæðir foreldrar, kennarar og vel menntað fólk sem ekki getur lifað af laununum sínum á Íslandi, þá meðtalið. Skoðum einn þátt enn. 100 milljarða fjárfesting í nýjum raforkuflutningskerfum endurspeglar áætlanir um afar fyrirferðarmikið kerfi. Ásýnd náttúru Íslands er viðfangsefni stærsta iðnaðar á Íslandi í dag. Ferðamannaiðnaðurinn skapar tekjur og tækifæri í annarri stærðargráðu en álfyrirtæki eða sambærilegt mun nokkurn tíma gera. Allar helstu áætlanir Landsnets um raforkuflutningskerfi fela í sér hefðbundnar stálgrindur, táknmynd liðinna tíma iðnvæðingar og stóriðjuhugsunar. Full ástæða er til að efast um að slíkt hafi góð áhrif á ferðamannagreinina sem nær nú yfir allt landið. Hin neikvæða ímynd orkunnar sem Landsnet kappkostar að viðhalda með úr sér gengnum lausnum og yfirgangi – þá einna helst í dómssölum – er ekki bara skaðleg íslenskum orkuiðnaði, hún er líklega enn skaðlegri stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnaði. Hversu skynsamleg er slík áhætta? Hver er þörfin, í tölum, á mannamáli? Vissulega erfitt að átta sig á því hvernig sæstrengur styrkir íslenska velferð. Þvert á móti, þá virðist fátt í kortunum styðja slíka ofurframkvæmd. Hins vegar er fjölmargt sem bendir skýrt til að afleiðingin verði skerðing á almennum lífsgæðum, skerðing á íslenskri velferð, eina ferðina enn. Kæru lesendur, þetta ætti að vera í okkur höndum, en er ekki. Gerum eitthvað í málinu. Verjum íslenska velferð, íslenska náttúru og íslenskar auðlindir gagnvart fámennum sérhagsmunaöflum sem þurfa sífellt meira. Sé landsbyggðin raunverulega að verða rafmagnslaus, er bæði hagkvæmara og umhverfisvænna að nota staðbundnar lausnir. 100 milljarða flutningskerfi – fyrir sæstreng – er ekki góð hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þungi umræðu um sæstreng fer vaxandi. Flutningskerfi raforku hafa fengið nokkra umfjöllun en lítil umræða er um orkuverð, sem þó fer hækkandi. Útlit er fyrir frekari hækkanir orkuverðs. Áætlanir orkufyrirtækja benda til að sæstrengur sé í farvatninu. Orkusala um sæstreng krefst hnökralausrar fæðingar orku að streng. Gott og sveigjanlegt raforkuflutningskerfi er forsenda þessa. Landsnet er dótturfyrirtæki Landsvirkjunar og hefur í mörg ár með miklum tilkostnaði unnið að stórum og stæðilegum áætlunum um framkvæmdir sem eiga að styrkja flutningskerfið; fyrir landsbyggðina, að mér skilst. Hér dugir ekkert minna en 100 milljarða verkefnaveisla, á erlendum lánum. Sala orku um lengsta og dýrasta sæstreng í heimi er tæknilega útfæranlegt verkefni. Hins vegar er ástæða til að velta fyrir sér eftirfarandi: Gríðarmiklar fjárfestingar hafa verið gerðar í grænni orkutækni undanfarin ár. Nýsköpun og tækniþróun hafa blómstrað á þessu sviði (erlendis) og einungis tímaspursmál hvenær árangurinn lítur dagsins ljós. Vöxtur frekari fjárfestinga í grænni orkutækni er fyrirsjáanlegur og mun enn auka framboð og valmöguleika, nýr ofur-fjárfestingasjóður ríkasta manns heims, Bill Gates, er vísbending um hvert hugur fjárfesta stefnir. Í hverri viku fellur meiri endurnýjanleg orka á jörðina en mannkynið notar í heild sinni – á ári. Líklegt er að nýting aukist hratt á næstu árum; ný efni, ný framleiðslutækni og breytt hugsun munu sjá til þess. Þýskaland er á undan eigin áætlun um breytingu úr kjarnorku í græna orku (30% orku nú græn), þróun sem gengur þvert á efasemdaraddir. Framboð og nýting eru líklegri til að aukast verulega frekar en hitt. Fjölmargar nýjar og jafnvel betri – staðbundnar – lausnir til vinnslu grænnar orku eru enn fremur líklegar til að líta dagsins ljós á næstu árum. Hverjar eru líkur þess að lengsti og dýrasti sæstrengur heims – og mesta orkutap – verði samkeppnisfær og styrki íslenska velferð? Orkuverð margfaldaðist Noregur hefur nú þegar tengt sig við umheiminn með sæstreng. Það er margt ákaflega gott í Noregi þegar kemur að lífsgæðum og velferð venjulegs fólks. Hins vegar er mér minnisstæður harður vetur þegar orkuverð margfaldaðist. Orsök þessa reyndist orkusala sumarið áður, er tiltekin vatnslón tæmdust við orkusölu úr landi. Í kjölfarið fékk almenningur það hlutskipti að slást um afgangsorku – restar – í vatnslónum Noregs og greiða fyrir það margfalt verð. Þetta kom sér auðvitað ekki illa fyrir orkufyrirtækið (góð sumar- og vetrarsala), öllu verr fyrir almenning. Allt undir merkjum markaðsfræðanna góðu. Þekkt er að orkuverð hækkaði verulega eftir tilkomu sæstrengs. Vatn, sundlaugar og heitir pottar eru ómetanleg lífsgæði á Íslandi og frelsi sem endurspeglast í því að eiga einfaldlega nóg af dásamlega heitu og köldu vatni? Hvernig verður rekstrarumhverfi baðstaða og heimila eftir verðhækkun orkunnar? Er ekki rétt að spyrja hvernig sæstrengur til Evrópu auki hagsæld og lífsgæði íslensks almennings? Ungt fólk, verkafólk, öryrkjar, lífeyrisþegar, einstæðir foreldrar, kennarar og vel menntað fólk sem ekki getur lifað af laununum sínum á Íslandi, þá meðtalið. Skoðum einn þátt enn. 100 milljarða fjárfesting í nýjum raforkuflutningskerfum endurspeglar áætlanir um afar fyrirferðarmikið kerfi. Ásýnd náttúru Íslands er viðfangsefni stærsta iðnaðar á Íslandi í dag. Ferðamannaiðnaðurinn skapar tekjur og tækifæri í annarri stærðargráðu en álfyrirtæki eða sambærilegt mun nokkurn tíma gera. Allar helstu áætlanir Landsnets um raforkuflutningskerfi fela í sér hefðbundnar stálgrindur, táknmynd liðinna tíma iðnvæðingar og stóriðjuhugsunar. Full ástæða er til að efast um að slíkt hafi góð áhrif á ferðamannagreinina sem nær nú yfir allt landið. Hin neikvæða ímynd orkunnar sem Landsnet kappkostar að viðhalda með úr sér gengnum lausnum og yfirgangi – þá einna helst í dómssölum – er ekki bara skaðleg íslenskum orkuiðnaði, hún er líklega enn skaðlegri stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnaði. Hversu skynsamleg er slík áhætta? Hver er þörfin, í tölum, á mannamáli? Vissulega erfitt að átta sig á því hvernig sæstrengur styrkir íslenska velferð. Þvert á móti, þá virðist fátt í kortunum styðja slíka ofurframkvæmd. Hins vegar er fjölmargt sem bendir skýrt til að afleiðingin verði skerðing á almennum lífsgæðum, skerðing á íslenskri velferð, eina ferðina enn. Kæru lesendur, þetta ætti að vera í okkur höndum, en er ekki. Gerum eitthvað í málinu. Verjum íslenska velferð, íslenska náttúru og íslenskar auðlindir gagnvart fámennum sérhagsmunaöflum sem þurfa sífellt meira. Sé landsbyggðin raunverulega að verða rafmagnslaus, er bæði hagkvæmara og umhverfisvænna að nota staðbundnar lausnir. 100 milljarða flutningskerfi – fyrir sæstreng – er ekki góð hugmynd.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun