Lenti í fjórða sæti en fékk HM-bronsið sitt áratug seinna: „Pirrandi hvað það svindla margir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 13:30 Jo Pavey varð fjórða í Osaka en samt þriðja. vísir/getty Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira