Lenti í fjórða sæti en fékk HM-bronsið sitt áratug seinna: „Pirrandi hvað það svindla margir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 13:30 Jo Pavey varð fjórða í Osaka en samt þriðja. vísir/getty Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira