Uppnámið í Leifsstöð: Tuttugu flugferðum seinkaði og starfsfólk þurfti að öskra til að koma upplýsingum til farþega Birgir Olgeirsson skrifar 30. mars 2017 11:25 Mynd sem tekin var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær þegar hún var rýmd. Twitter/Felix Bergsson Um tuttugu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli seinkaði vegna óreiðunnar sem skapaðist á flugvellinum í gær þegar uppgötvaðist að tæplega fjörutíu farþegar frá Grænlandi höfðu ekki farið í gegnum vopnaleit. Mesta seinkunin nam fjórum klukkutímum en allt tiltækt starfsfólk Keflavíkurflugvallar var kallað til, þar að auki þeir sem voru á frívakt, til að aðstoða við að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar málið uppgötvaðist, en senda þurfti þrjú þúsund farþega í gegnum vopnaleit. Þegar mest var voru rúmlega 300 starfsmenn sem tóku þátt í þessari aðgerð.Thousands of us stranded at @kefairport due to a security breach. Not going to make the connection! #Thissucks pic.twitter.com/4NLAdFOFbk— Rick Crandall (@rc1430) March 29, 2017 Mistökin uppgötvuðust eftir 45 mínútur Farþegarnir frá Grænlandi voru í Dash 8 Q200 flugvél frá Bombardier, sem tekur 37 farþega, sem hafði flogið með þá frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin lenti um þrjú leytið í gær en um 45 mínútum síðar uppgötvaðist að farþegunum hafði verið ekið að röngu landgönguhliði, sem þýddi að þeir fóru ekki í gegnum vopnaleit líkt og til stóð. Farþegarnir dreifðust þar með um flugstöðina en þegar mistökin voru ljós þurfti að hafa samráð við öll flugfélögin á vellinum og önnur fyrirtæki sem eru með starfsemi þar til að ákveða næstu skref.Still waiting @kefairport poorly organized. Glad there was no danger it would not have been good. pic.twitter.com/3m53i8m4mJ— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ferli hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, en á um tíu mínútum var búið að ákveða að rýma alla flugstöðina og senda alla þrjú þúsund farþegana sem þar voru í vopnaleit. Við þessar aðstæður kallar verklag Keflavíkurflugvallar á það að leit sé gerð í allri flugstöðinni þar að auki.Airport security doing their best to move passengers @kefairport pic.twitter.com/JBtoNXdyUh— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Farþegarnir frá Nuuk höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og áttu þeir því að fara í gegnum aðra vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hefðu mistökin uppgötvast fyrr hefði ekki þurft að fara í jafn umfangsmikla aðgerð og raun bara vitni að sögn Guðna. Ferlið allt saman tók um fjóra klukkutíma, sem þýðir að vopnaleitinni var lokið um klukkan átta í gærkvöldi, en fyrsta vélin fór frá Keflavíkurflugvelli um þremur tímum eftir að flugstöðin var rýmd.I would never make a news correspondent. But while I'm here, here's a pic of the very well mannered crowd @kefairport @crossingculture pic.twitter.com/fsX4OqFMv0— Rachel Yates (@expatlifeline) March 29, 2017 Ætla að bæta hátalarakerfið Guðni segir Isavia ætla að læra af þessum mistökum og skoða hvernig er hægt að bæta verklagið þegar kemur að rýmingu flugstöðvarinnar.Very bad situation @kefairport pic.twitter.com/tOpwHpsThI— Retno Suprabasasi (@retna_nunung) March 29, 2017 Vísir ræddi við farþega sem var staddur í flugstöðinni í gær sem sagði að engin tilkynning hefði borist í gegnum hátalarakerfi um ástæður aðgerðarinnar. Guðni staðfestir að margar kvartanir hafi borist vegna þessa og að Isavia muni fara í það að bæta kallkerfið í innritunarsal. Starfsfólk hafi þurft að standa í tröppum og öskra yfir farþegahópinn til að koma upplýsingum til skila.Fun at @kefairport apparently their PA system is not working as they have staff running around the airport yelling out flights. Wow. pic.twitter.com/f0Dt8kuOBY— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Einhverjir höfðu einnig áhyggjur af því að áfengi sem þeir höfðu keypt í Fríhöfninni yrði tekið af þeim við öryggisleitina vegna gildandi vökvatakmarkanna. Guðni sagði við Vísi í gærkvöldi að farþegarnir fengju ekki að fara með áfengið í gegnum vopnaleitina en allir sem höfðu keypt eitthvað fengu kvittun sem þeir gátu framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.@kefairport you need to work on getting better at this. pic.twitter.com/GAlYUfNoVx— (@twong328) March 29, 2017 Brjáluð stemmning @kefairport Tek minn ofan fyrir starfsfólki @isavia og farþegum. Allir rólegir pic.twitter.com/B98RVpWRqa— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 29, 2017 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48 Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13 Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Um tuttugu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli seinkaði vegna óreiðunnar sem skapaðist á flugvellinum í gær þegar uppgötvaðist að tæplega fjörutíu farþegar frá Grænlandi höfðu ekki farið í gegnum vopnaleit. Mesta seinkunin nam fjórum klukkutímum en allt tiltækt starfsfólk Keflavíkurflugvallar var kallað til, þar að auki þeir sem voru á frívakt, til að aðstoða við að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar málið uppgötvaðist, en senda þurfti þrjú þúsund farþega í gegnum vopnaleit. Þegar mest var voru rúmlega 300 starfsmenn sem tóku þátt í þessari aðgerð.Thousands of us stranded at @kefairport due to a security breach. Not going to make the connection! #Thissucks pic.twitter.com/4NLAdFOFbk— Rick Crandall (@rc1430) March 29, 2017 Mistökin uppgötvuðust eftir 45 mínútur Farþegarnir frá Grænlandi voru í Dash 8 Q200 flugvél frá Bombardier, sem tekur 37 farþega, sem hafði flogið með þá frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin lenti um þrjú leytið í gær en um 45 mínútum síðar uppgötvaðist að farþegunum hafði verið ekið að röngu landgönguhliði, sem þýddi að þeir fóru ekki í gegnum vopnaleit líkt og til stóð. Farþegarnir dreifðust þar með um flugstöðina en þegar mistökin voru ljós þurfti að hafa samráð við öll flugfélögin á vellinum og önnur fyrirtæki sem eru með starfsemi þar til að ákveða næstu skref.Still waiting @kefairport poorly organized. Glad there was no danger it would not have been good. pic.twitter.com/3m53i8m4mJ— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ferli hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, en á um tíu mínútum var búið að ákveða að rýma alla flugstöðina og senda alla þrjú þúsund farþegana sem þar voru í vopnaleit. Við þessar aðstæður kallar verklag Keflavíkurflugvallar á það að leit sé gerð í allri flugstöðinni þar að auki.Airport security doing their best to move passengers @kefairport pic.twitter.com/JBtoNXdyUh— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Farþegarnir frá Nuuk höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og áttu þeir því að fara í gegnum aðra vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hefðu mistökin uppgötvast fyrr hefði ekki þurft að fara í jafn umfangsmikla aðgerð og raun bara vitni að sögn Guðna. Ferlið allt saman tók um fjóra klukkutíma, sem þýðir að vopnaleitinni var lokið um klukkan átta í gærkvöldi, en fyrsta vélin fór frá Keflavíkurflugvelli um þremur tímum eftir að flugstöðin var rýmd.I would never make a news correspondent. But while I'm here, here's a pic of the very well mannered crowd @kefairport @crossingculture pic.twitter.com/fsX4OqFMv0— Rachel Yates (@expatlifeline) March 29, 2017 Ætla að bæta hátalarakerfið Guðni segir Isavia ætla að læra af þessum mistökum og skoða hvernig er hægt að bæta verklagið þegar kemur að rýmingu flugstöðvarinnar.Very bad situation @kefairport pic.twitter.com/tOpwHpsThI— Retno Suprabasasi (@retna_nunung) March 29, 2017 Vísir ræddi við farþega sem var staddur í flugstöðinni í gær sem sagði að engin tilkynning hefði borist í gegnum hátalarakerfi um ástæður aðgerðarinnar. Guðni staðfestir að margar kvartanir hafi borist vegna þessa og að Isavia muni fara í það að bæta kallkerfið í innritunarsal. Starfsfólk hafi þurft að standa í tröppum og öskra yfir farþegahópinn til að koma upplýsingum til skila.Fun at @kefairport apparently their PA system is not working as they have staff running around the airport yelling out flights. Wow. pic.twitter.com/f0Dt8kuOBY— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Einhverjir höfðu einnig áhyggjur af því að áfengi sem þeir höfðu keypt í Fríhöfninni yrði tekið af þeim við öryggisleitina vegna gildandi vökvatakmarkanna. Guðni sagði við Vísi í gærkvöldi að farþegarnir fengju ekki að fara með áfengið í gegnum vopnaleitina en allir sem höfðu keypt eitthvað fengu kvittun sem þeir gátu framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.@kefairport you need to work on getting better at this. pic.twitter.com/GAlYUfNoVx— (@twong328) March 29, 2017 Brjáluð stemmning @kefairport Tek minn ofan fyrir starfsfólki @isavia og farþegum. Allir rólegir pic.twitter.com/B98RVpWRqa— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 29, 2017
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48 Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13 Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48
Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13
Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52