Átök í stjórn VÍS: Svanhildur segir Herdísi hafa viljað stjórnarformannssætið Haraldur Guðmundsson skrifar 30. mars 2017 14:39 Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, og Herdís Dröfn Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformaður tryggingafélagsins. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og nýkjörinn stjórnarformaður VÍS, segir það vonbrigði að Herdís Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hafi sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins á þriðjudag. Í bréfi sem Svanhildur sendi hópi hluthafa í VÍS fyrr í dag, og Vísir hefur undir höndum, segist hún meðvituð um að Herdís hafi haft væntingar um að sitja áfram sem stjórnarformaður tryggingafélagsins. „Það er mín skoðun að þegar fólk er kosið í stjórn félags, VÍS í þessu tilfelli, þá sé óeðlilegt að gera þá kröfu að ef viðkomandi fái ekki stól formanns þá hafi hann ekki áhuga á að starfa að málefnum félagsins. Það var von mín að Herdís myndi reyna á stjórnarsamstarfið áður en hún tæki slíka ákvörðun, en hún tók þessa ákvörðun án þess að sitja einn hefðbundinn stjórnarfund eftir aðalfundinn,“ segir Svanhildur. VÍS tilkynnti til Kauphallar Íslands á þriðjudag að Herdís hefði sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins. Þar hafði hún setið síðan í nóvember 2015 þegar mikil uppstokkun varð í stjórn félagsins á hluthafafundi og Herdís var í kjölfar hans kjörin stjórnarformaður. Ekki náðist í Herdísi við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Rekstur VÍS hafi verið lakari Svanhildur, sem á um átta prósenta hlut í VÍS ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Erni Þórðarsyni, segir einnig í bréfinu að það sé „engin launung að rekstur VÍS hefur verið lakari en samkeppnisaðilanna undanfarin ár“. „Og það er eitthvað sem við eigum ekki að sætta okkur við. Þar mun áhersla nýrrar stjórnar liggja,“ segir Svanhildur og tekur fram að það sé ekki markmið nýrrar stjórnar að kollvarpa því starfi sem unnið sé að innan fyrirtækisins. „Það hefur því miður verið of mikið um breytingar á stjórn VÍS undanfarin ár. Stjórnarmenn hafa komið og farið og því miður hefur niðurstaða viðkomandi allt of oft verið sú að stjórnarmönnum finnst þeir ekki hafa komið í gegn breytingum sem voru nauðsynlegar til að bæta árangur félagsins. Þessu vil ég breyta. Þrátt fyrir að það sé vissulega missir af Herdísi úr stjórninni þá tel ég stjórnina vera ákaflega vel mannaða.“ VÍS keypti 22 prósenta hlut í Kviku í byrjun árs.Á sjálf hlut í Kviku Í bréfinu segir Svanhildur einnig að með kaupum VÍS á 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka í janúar megi segja að opnaðar hafi verið dyr að frekari útvíkun á starfsemi tryggingafélagsins. Forstjóri þess, Jakob Sigurðsson, hafi kynnt þetta sem eignadreifingu í fyrsta fasa með möguleika á frekara skrefi í þróun á starfssviði félagsins. „Það er rétt að árétta að stefnumótunarvinna félagsins og ákvörðun um kaup félagsins í Kviku og hugmyndavinna tengd þeim kaupum var unnin af forstjóra og þeirri stjórn sem sat fram að síðasta aðalfundi. Það væri verið að gera lítið úr þeirra starfi að eigna niðurstöðurnar á einhvern hátt nýrri stjórn. Það er von stjórnar að á næstu vikum gefist tækifæri til að kynna betur þessa vinnu fyrir hluthöfum félagsins,“ segir Svanhildur sem á einnig átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þá situr Guðmundur eiginmaður hennar í stjórn fjárfestingabankans. „Í framhaldi af umfjöllun hér að ofan um Kviku er rétt að taka fram að ég er fjárfestir á markaði og á því eignarhluti í nokkrum félögum, eitt þeirra er Kvika. Eignarhlutur minn var eftir því sem ég best veit keyptur áður en VÍS tók ákvörðun um að fjárfesta í félaginu og áður en ég hafði nokkra aðkomu að stjórn VÍS. Ég kem ekki að umfjöllun eða ákvörðunum í stjórn í málum sem hafa með hlut félagsins í Kviku banka og sama myndi gilda um önnur félög sem ég hef mögulega hagsmuni af.“ Tengdar fréttir Svanhildur Nanna ætlar að bjóða sig fram í stjórn VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hyggst bjóða sig fram í stjórn tryggingafélagsins á aðalfundi félagsins sem fer fram 15. mars næstkomandi. 22. febrúar 2017 09:00 VÍS kaupir um 22 prósenta hlut í Kviku Gengið hefur verið frá kaupum á 22 prósenta hlut fyrir um 1.650 milljónir. 5. janúar 2017 17:32 Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. 28. mars 2017 22:53 Svanhildur Nanna nýr stjórnarformaður VÍS Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður. 16. mars 2017 09:50 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og nýkjörinn stjórnarformaður VÍS, segir það vonbrigði að Herdís Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hafi sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins á þriðjudag. Í bréfi sem Svanhildur sendi hópi hluthafa í VÍS fyrr í dag, og Vísir hefur undir höndum, segist hún meðvituð um að Herdís hafi haft væntingar um að sitja áfram sem stjórnarformaður tryggingafélagsins. „Það er mín skoðun að þegar fólk er kosið í stjórn félags, VÍS í þessu tilfelli, þá sé óeðlilegt að gera þá kröfu að ef viðkomandi fái ekki stól formanns þá hafi hann ekki áhuga á að starfa að málefnum félagsins. Það var von mín að Herdís myndi reyna á stjórnarsamstarfið áður en hún tæki slíka ákvörðun, en hún tók þessa ákvörðun án þess að sitja einn hefðbundinn stjórnarfund eftir aðalfundinn,“ segir Svanhildur. VÍS tilkynnti til Kauphallar Íslands á þriðjudag að Herdís hefði sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins. Þar hafði hún setið síðan í nóvember 2015 þegar mikil uppstokkun varð í stjórn félagsins á hluthafafundi og Herdís var í kjölfar hans kjörin stjórnarformaður. Ekki náðist í Herdísi við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Rekstur VÍS hafi verið lakari Svanhildur, sem á um átta prósenta hlut í VÍS ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Erni Þórðarsyni, segir einnig í bréfinu að það sé „engin launung að rekstur VÍS hefur verið lakari en samkeppnisaðilanna undanfarin ár“. „Og það er eitthvað sem við eigum ekki að sætta okkur við. Þar mun áhersla nýrrar stjórnar liggja,“ segir Svanhildur og tekur fram að það sé ekki markmið nýrrar stjórnar að kollvarpa því starfi sem unnið sé að innan fyrirtækisins. „Það hefur því miður verið of mikið um breytingar á stjórn VÍS undanfarin ár. Stjórnarmenn hafa komið og farið og því miður hefur niðurstaða viðkomandi allt of oft verið sú að stjórnarmönnum finnst þeir ekki hafa komið í gegn breytingum sem voru nauðsynlegar til að bæta árangur félagsins. Þessu vil ég breyta. Þrátt fyrir að það sé vissulega missir af Herdísi úr stjórninni þá tel ég stjórnina vera ákaflega vel mannaða.“ VÍS keypti 22 prósenta hlut í Kviku í byrjun árs.Á sjálf hlut í Kviku Í bréfinu segir Svanhildur einnig að með kaupum VÍS á 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka í janúar megi segja að opnaðar hafi verið dyr að frekari útvíkun á starfsemi tryggingafélagsins. Forstjóri þess, Jakob Sigurðsson, hafi kynnt þetta sem eignadreifingu í fyrsta fasa með möguleika á frekara skrefi í þróun á starfssviði félagsins. „Það er rétt að árétta að stefnumótunarvinna félagsins og ákvörðun um kaup félagsins í Kviku og hugmyndavinna tengd þeim kaupum var unnin af forstjóra og þeirri stjórn sem sat fram að síðasta aðalfundi. Það væri verið að gera lítið úr þeirra starfi að eigna niðurstöðurnar á einhvern hátt nýrri stjórn. Það er von stjórnar að á næstu vikum gefist tækifæri til að kynna betur þessa vinnu fyrir hluthöfum félagsins,“ segir Svanhildur sem á einnig átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þá situr Guðmundur eiginmaður hennar í stjórn fjárfestingabankans. „Í framhaldi af umfjöllun hér að ofan um Kviku er rétt að taka fram að ég er fjárfestir á markaði og á því eignarhluti í nokkrum félögum, eitt þeirra er Kvika. Eignarhlutur minn var eftir því sem ég best veit keyptur áður en VÍS tók ákvörðun um að fjárfesta í félaginu og áður en ég hafði nokkra aðkomu að stjórn VÍS. Ég kem ekki að umfjöllun eða ákvörðunum í stjórn í málum sem hafa með hlut félagsins í Kviku banka og sama myndi gilda um önnur félög sem ég hef mögulega hagsmuni af.“
Tengdar fréttir Svanhildur Nanna ætlar að bjóða sig fram í stjórn VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hyggst bjóða sig fram í stjórn tryggingafélagsins á aðalfundi félagsins sem fer fram 15. mars næstkomandi. 22. febrúar 2017 09:00 VÍS kaupir um 22 prósenta hlut í Kviku Gengið hefur verið frá kaupum á 22 prósenta hlut fyrir um 1.650 milljónir. 5. janúar 2017 17:32 Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. 28. mars 2017 22:53 Svanhildur Nanna nýr stjórnarformaður VÍS Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður. 16. mars 2017 09:50 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Svanhildur Nanna ætlar að bjóða sig fram í stjórn VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hyggst bjóða sig fram í stjórn tryggingafélagsins á aðalfundi félagsins sem fer fram 15. mars næstkomandi. 22. febrúar 2017 09:00
VÍS kaupir um 22 prósenta hlut í Kviku Gengið hefur verið frá kaupum á 22 prósenta hlut fyrir um 1.650 milljónir. 5. janúar 2017 17:32
Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. 28. mars 2017 22:53
Svanhildur Nanna nýr stjórnarformaður VÍS Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður. 16. mars 2017 09:50