Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2017 09:09 Karen Millen. vísir/getty Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni. Í Daily Mail er haft eftir Millen að hún sé miður sín vegna gjaldþrotsins. Hún segir að hún sé fórnarlamb svika Kaupþings og að áralangar og kostnaðarsamar deilur hennar við bankann hafi orðið til þess að hún hafi ekki getað greitt skattinn. Millen og Stanford seldu verslunarveldi sitt árið 2004 til Baugs og átti Millen að fá um 35 milljónir punda í sinn hlut. Hún segir hins vegar að Kaupþing hafi svindlað á sér í samningunum. Að auki segist Millen hafa tapað stórum fjárhæðum þegar íslenska bankakerfið hrundi. Þá gagnrýnir Millen einnig bankann fyrir að koma í veg fyrir að hún gæti endurreist viðskiptaveldi sitt undir eigin nafni, en slitastjórn Kaupþings á nú vörumerkið Karen Millen. Millen hugðist opna lífstíls-og húsgagnaverslanir í Bandaríkjunum og Kína undir vörumerkjunum Karen Millen og Karen en dómstólar í Bretlandi komu í veg fyrir það. „Síðustu níu ár hafa verið ein löng barátta gegn bönkunum til að fá réttlætinu framgengt og það hefur tekið sinn toll. Mér líður eins öll mín orka hafi verið étin upp af þessari neikvæðni. Það er ætlun mín að leggja þessi mál núna til hliðar og byrja upp á nýtt.“ Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni. Í Daily Mail er haft eftir Millen að hún sé miður sín vegna gjaldþrotsins. Hún segir að hún sé fórnarlamb svika Kaupþings og að áralangar og kostnaðarsamar deilur hennar við bankann hafi orðið til þess að hún hafi ekki getað greitt skattinn. Millen og Stanford seldu verslunarveldi sitt árið 2004 til Baugs og átti Millen að fá um 35 milljónir punda í sinn hlut. Hún segir hins vegar að Kaupþing hafi svindlað á sér í samningunum. Að auki segist Millen hafa tapað stórum fjárhæðum þegar íslenska bankakerfið hrundi. Þá gagnrýnir Millen einnig bankann fyrir að koma í veg fyrir að hún gæti endurreist viðskiptaveldi sitt undir eigin nafni, en slitastjórn Kaupþings á nú vörumerkið Karen Millen. Millen hugðist opna lífstíls-og húsgagnaverslanir í Bandaríkjunum og Kína undir vörumerkjunum Karen Millen og Karen en dómstólar í Bretlandi komu í veg fyrir það. „Síðustu níu ár hafa verið ein löng barátta gegn bönkunum til að fá réttlætinu framgengt og það hefur tekið sinn toll. Mér líður eins öll mín orka hafi verið étin upp af þessari neikvæðni. Það er ætlun mín að leggja þessi mál núna til hliðar og byrja upp á nýtt.“
Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira