Viðskipti erlent

Vivaldi: Fara nýstárlega leið með vafrasögu

Jón Von Tetzchner.
Jón Von Tetzchner. Vivaldi
Nýjasta uppfærsla vafrans Vivaldi gerir notendum kleift að horfa á söguna í nýju ljósi. Það er sína eigin vafrasögu. Meðal breytinga eru að nú er hægt að skrifa minnispunkta á nýstárlegan hátt í vafranum sjálfum og er hljóðstýring á flipum mun öflugari.

Notendur geta nú skoðað vafrasögu sína á mjög myndrænan hátt, auk þess að geta séð tölfræðilegar uppýsingar um hvernig þeir flakka um netheima.

„Við viljum bjóða notendum uppá að skoða vafursögu sína á einfaldan og aðgengilegan hátt,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi Technologies, í tilkynningu.

Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“

„Í stað þess að þurfa að skrolla í gegnum hundruð lína, býðst notendum Vivaldi að fá yfirlit yfir vafur sitt um netið á afar myndrænan hátt, sem auðveldar þeim að finna það sem þeim leita að.“

Með nýja sögu-eiginleikanum fá notendur Vivaldi fljótt og örugglega yfirlit yfir þær vefsíður sem þeir hafa heimsótt og gagnlegar leiðbeiningar við að finna gamlar vefslóðir.

Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan birtir vafrinn ekki bara lista yfir vefslóðir. Þess í stað er hægt að skoða söguna á dagatali. Þetta og önnur gögn gera leit auðveldari. Gögnin eru eingöngu aðgengileg á tölvu hvers og eins notanda. Vivaldi safnar ekki upplýsingum um notendur, samkvæmt tilkynningunni.

„Nýi sögu eiginleikinn sýnir gögn sem óprúttnir aðilar gætu nýtt sér í hag,“ segir. „En í stað þess að gera vafurmynstur notenda Vivaldi að féþúfu, færum við þeim þessi gögn, til einkanota.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×