Sendiherrar Sýrlands og Ísrael skiptast á skotum Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2017 11:27 Ísraelar segja herþotum sínum aldrei hafa verið ógnað af eldflaugunum sem skotið var á eftir þeim. Vísir/AFP Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira