Shaq er líka á því að jörðin sé flöt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2017 23:15 Allen Iverson hlýtur að vera næstur að koma með þessa yfirlýsingu en hann er hér með Shaq. vísir/getty Það virðist nánast vera komið í tísku hjá þeim sem tengjast NBA-deildinni að halda því fram að jörðin sé ekki kringlótt heldur flöt. Kyrie Irving, stórstjarna Cleveland, opnaði sig fyrstur með sína skoðun á því að hann teldi jörðina vera flata. Héldu margir í fyrstu að hann væri að grínast en hann hefur ítrekað að þessi skoðun hans sé ekkert grín. Irving segir að það sé ekkert mál að falsa myndir til þess að fá fólk til að trúa því að jörðin sé kringlótt. Ókei. Skömmu síðar stigu Wilson Chandler, leikmaður Denver, og Draymond Green, leikmaður Golden State fram, og sögðust vera á sama máli og Irving. Jörðin væri flöt. Umræðan var orðin svo galin um tíma að yfirmaður NBA-deildarinnar, Adam Silver, varð að taka fram í fréttabréfi deildarinnar að hann trúði því að jörðin værui kringlótt. Nú hefur NBA-goðsögnin og sjónvarpsmaðurin Shaquille O'Neal stigið fram og sagt að hann telji líka að jörðin sé flöt. „Það er satt. Jörðin er flöt. Það eru til alls konar leiðir til að rugla í okkur. Það fyrsta sem við lærum í skóla er að Kristófer Kólumbus hafi fundið Ameríku. Þegar hann kom hingað voru samt menn með sítt hár að reykja pípur. Hann sem sagt fann ekki Ameríku,“ sagði Shaq og hélt áfram. „Ég keyri frá Flórída til Kaliforníu oft á ári og þá leynir sér ekki að jörðin er flöt. Ég fór ekki upp og niður og jörði hallaði aldrei neitt. Ætlið þið að segja mér að Kína sé fyrir neðan okkur? Það er ekki þannig. Jörðin er flöt.“ Þess má geta að Shaq er með háskólagráðu frá Barry-háskólanum í Miami. NBA Tengdar fréttir Stjörnuleikmaður Cleveland heldur að jörðin sé flöt Kyrie Irving, ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, trúir því að jörðin sé flöt. 18. febrúar 2017 22:49 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Það virðist nánast vera komið í tísku hjá þeim sem tengjast NBA-deildinni að halda því fram að jörðin sé ekki kringlótt heldur flöt. Kyrie Irving, stórstjarna Cleveland, opnaði sig fyrstur með sína skoðun á því að hann teldi jörðina vera flata. Héldu margir í fyrstu að hann væri að grínast en hann hefur ítrekað að þessi skoðun hans sé ekkert grín. Irving segir að það sé ekkert mál að falsa myndir til þess að fá fólk til að trúa því að jörðin sé kringlótt. Ókei. Skömmu síðar stigu Wilson Chandler, leikmaður Denver, og Draymond Green, leikmaður Golden State fram, og sögðust vera á sama máli og Irving. Jörðin væri flöt. Umræðan var orðin svo galin um tíma að yfirmaður NBA-deildarinnar, Adam Silver, varð að taka fram í fréttabréfi deildarinnar að hann trúði því að jörðin værui kringlótt. Nú hefur NBA-goðsögnin og sjónvarpsmaðurin Shaquille O'Neal stigið fram og sagt að hann telji líka að jörðin sé flöt. „Það er satt. Jörðin er flöt. Það eru til alls konar leiðir til að rugla í okkur. Það fyrsta sem við lærum í skóla er að Kristófer Kólumbus hafi fundið Ameríku. Þegar hann kom hingað voru samt menn með sítt hár að reykja pípur. Hann sem sagt fann ekki Ameríku,“ sagði Shaq og hélt áfram. „Ég keyri frá Flórída til Kaliforníu oft á ári og þá leynir sér ekki að jörðin er flöt. Ég fór ekki upp og niður og jörði hallaði aldrei neitt. Ætlið þið að segja mér að Kína sé fyrir neðan okkur? Það er ekki þannig. Jörðin er flöt.“ Þess má geta að Shaq er með háskólagráðu frá Barry-háskólanum í Miami.
NBA Tengdar fréttir Stjörnuleikmaður Cleveland heldur að jörðin sé flöt Kyrie Irving, ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, trúir því að jörðin sé flöt. 18. febrúar 2017 22:49 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Stjörnuleikmaður Cleveland heldur að jörðin sé flöt Kyrie Irving, ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, trúir því að jörðin sé flöt. 18. febrúar 2017 22:49
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum