NBA: Hiti og læti í mönnum þegar Golden State vann OKC | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 09:15 Golden State Warriors endaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder og hélt Russell Westbrook í skefjum þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt. Það hefur verið mikið rætt og skrifað um samskipti Golden State Warriors og Oklahoma City Thunder eftir að Kevin Durant yfirgaf OKC síðasta sumar og samdi við erkióvinina í Warriors. Kevin Durant er meiddur og sat á bekknum í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að það voru læti í mönnum, mikið um ruslatal, vel tekist á og fullt af tæknivillum. Niðurstaðan var hin saman og í öllum hinum leikjum tímabilsins á milli þeirra það er Golden State Warriors menn fögnuðu sigri nú 111-95. Warriors-liðið komst mest 27 stigum yfir og sigurinn var aldrei í mikilli hættu. Leikmönnum Golden State Warriors tókst að halda Russell Westbrook niðri sem fór úr því að skora 47 stig í síðasta leik liðanna í því að hitti aðeins úr 4 af 16 stigum og skora bara 15 stig. Westbrook var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Skvettubræðurnir Klay Thompson (34 stig) og Stephen Curry (23 stig) skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum en allt Oklahoma City Thunder liðið var einungis með fjóra þrista samanlagt. Thompson og Curry voru langstigahæstu menn leiksins. Stephen Curry var heldur ekki alveg stilltur og prúður og fékk meðal annars tæknivillu í lok fyrri hálfleiksins eftir ósætti við Semaj Christon. Þeir Russell Westbrook og Draymond Green fengu líka báðir tæknivillu fyrir þátttöku sína í látunum sem urðu í framhaldinu.James Harden skoraði sigurkörfuna 2,4 sekúndum fyrir leikslok þegar Houston Rockets vann 125-124 sigur á Denver Nuggets. Harden endaði leikinn með 39 stig, 11 stoðsending og 7 fráköst.Isaiah Thomas kom til baka inn í lið Boston Celtics eftir tveggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla og skoraði 25 stig í 110-102 sigri á Washington Wizards. Avery Bradley bætti við 20 stigum og 9 fráköstum en Bradley Beal skoraði mest fyrir Wizards eða 19 stig.Blake Griffin skoraði 30 stig og Chris Paul var með 13 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 114-105 sigur á New York Knicks.Kristaps Porzingis var með 19 stig og 11 fráköst fyrir New York og Derek Rose skoraði líka 18 stig. Carmelo Anthony var með 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New York Knicks 114-105 Houston Rockets - Denver Nuggets 125-124 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 95-111 Boston Celtics - Washington Wizards 110-102 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 105-90 Indiana Pacers - Utah Jazz 107-100 Orlando Magic - Philadelphia 76ers 112-109 (framlengt, 98-98) NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Golden State Warriors endaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder og hélt Russell Westbrook í skefjum þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt. Það hefur verið mikið rætt og skrifað um samskipti Golden State Warriors og Oklahoma City Thunder eftir að Kevin Durant yfirgaf OKC síðasta sumar og samdi við erkióvinina í Warriors. Kevin Durant er meiddur og sat á bekknum í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að það voru læti í mönnum, mikið um ruslatal, vel tekist á og fullt af tæknivillum. Niðurstaðan var hin saman og í öllum hinum leikjum tímabilsins á milli þeirra það er Golden State Warriors menn fögnuðu sigri nú 111-95. Warriors-liðið komst mest 27 stigum yfir og sigurinn var aldrei í mikilli hættu. Leikmönnum Golden State Warriors tókst að halda Russell Westbrook niðri sem fór úr því að skora 47 stig í síðasta leik liðanna í því að hitti aðeins úr 4 af 16 stigum og skora bara 15 stig. Westbrook var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Skvettubræðurnir Klay Thompson (34 stig) og Stephen Curry (23 stig) skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum en allt Oklahoma City Thunder liðið var einungis með fjóra þrista samanlagt. Thompson og Curry voru langstigahæstu menn leiksins. Stephen Curry var heldur ekki alveg stilltur og prúður og fékk meðal annars tæknivillu í lok fyrri hálfleiksins eftir ósætti við Semaj Christon. Þeir Russell Westbrook og Draymond Green fengu líka báðir tæknivillu fyrir þátttöku sína í látunum sem urðu í framhaldinu.James Harden skoraði sigurkörfuna 2,4 sekúndum fyrir leikslok þegar Houston Rockets vann 125-124 sigur á Denver Nuggets. Harden endaði leikinn með 39 stig, 11 stoðsending og 7 fráköst.Isaiah Thomas kom til baka inn í lið Boston Celtics eftir tveggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla og skoraði 25 stig í 110-102 sigri á Washington Wizards. Avery Bradley bætti við 20 stigum og 9 fráköstum en Bradley Beal skoraði mest fyrir Wizards eða 19 stig.Blake Griffin skoraði 30 stig og Chris Paul var með 13 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 114-105 sigur á New York Knicks.Kristaps Porzingis var með 19 stig og 11 fráköst fyrir New York og Derek Rose skoraði líka 18 stig. Carmelo Anthony var með 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New York Knicks 114-105 Houston Rockets - Denver Nuggets 125-124 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 95-111 Boston Celtics - Washington Wizards 110-102 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 105-90 Indiana Pacers - Utah Jazz 107-100 Orlando Magic - Philadelphia 76ers 112-109 (framlengt, 98-98)
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira