Viðskipti erlent

Fjarskiptarisar hafna YouTube

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mótmæli gegn stefnu Google.
Mótmæli gegn stefnu Google. Vísir/Getty
Bandarísku fjarskiptafyrirtækin AT&T og Verizon eru á meðal fyrirtækja sem ætla að hætta að auglýsa á YouTube, myndbandaveitu Google.

Fyrirtækin segja hættu á að auglýsingar þeirra birtist á undan myndböndum með hatursorðræðu og hvatningu til hryðjuverka. Þau muni ekki auglýsa fyrr en að fenginni fullvissu um að sú hætta sé úr sögunni.

Samkvæmt greiningu Kantar Media eru Verizon og AT&T í þriðja og fjórða sæti yfir stærstu auglýsendur í Bandaríkjunum. Þannig eyddi AT&T alls um 104 milljörðum króna í auglýsingar á síðasta ári.

Á fréttasíðu TechCrunch er því þó haldið fram að ákvörðunin tengist einnig því að Verizon og Yahoo séu að þróa eigin auglýsingatæknifyrirtæki til að keppa við Google. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×