Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2017 10:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið annað kvöld. vísir/allan suarez Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC annað kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. Bardagi þeirra verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst bardagakvöldið á miðnætti. Sunna lagði af stað til Kansas þar sem bardagakvöldið fer fram aðfaranótt sunnudags en var ekki komin þangað fyrr en síðdegis á mánudag. Þessi frábæra bardagakona lenti í ýmsu á leiðinni en komst þó á leiðarenda. „Síðustu vikuna fyrir bardaga þá er ég annarsvegar að drekka afar mikið af vatni með tilheyrandi klósettferðum og hinsvegar er ég á þaulskipulögðu og kolvetnissnauðu mataræði,“ segir Sunna Rannveig sem þarf að vera með matarskammtana klára og klósett nálægt sér á hverri stundu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirOft að pissa Eftir að fyrsta flug tafðist um sex klukkustundir komst Sunna af stað en þá hófst eitthvað sem gæti verið góð sena í gamanmynd. Íslenska bardagakonan lenti í miðjusæti á milli tveggja eldri kvenna en sú sem sat við ganginn sofnaði snemma í fluginu. Sunna þurfti samt að komast reglulega á klósettið. „Þar sem ég þurfti að komast á klósettið á kortersfresti þá var smá bras að klifra yfir hana og passa að hún vaknaði ekki. Þetta slapp nú til án teljandi vandræða en þaðan fór ferðin að súrna,“ segir Sunna Rannveig. Þegar Sunna og teymi hennar lenti í New York voru þau búin að missa af tengifluginu og þurftu að fara á annan flugvöll. Þegar allt var yfirstaðið var hún búin með matarskammtana og orðin verulega svöng. Enginn matsölustaður fannst sem bauð upp á nógu hollan mat fyrir Sunnu þannig hún þurfti að láta ofan í sig allskonar óhollustu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirVigtun í dag „Eitt og annað misskemmtilegt gekk á í kjölfarið en það sem máli skiptir er að við erum núna komin til Kansas. Þetta var 39 klukkustunda ferðalag sem núna er komið í baksýnisspegilinn og hinn almenni lokaundirbúningur fyrir bardagann er því loksins hafinn. Það sem drepur mann ekki styrkir mann og ég er er ekki búin að ferðast alla þessa vegalengd með öllum þessum flækjum til neins annars en að klára ætlunarverk mitt,” segir hún. Sunna Rannveig stígur á vigtina í dag en hún keppir í strávigt og þarf því að vera undir 52,6 kg þegar vigtunin fer fram. „Ég er á undan áætlun með þyngdina og mun ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að ná réttri vigt héðan. Ég byrjaði fyrir fimm vikum að hreinsa til í mataræðinu og vinna mig markvisst niður að vigtinni sem ég þarf að ná. Þetta er því búið að vera mjög milt og viðráðanlegt,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC annað kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. Bardagi þeirra verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst bardagakvöldið á miðnætti. Sunna lagði af stað til Kansas þar sem bardagakvöldið fer fram aðfaranótt sunnudags en var ekki komin þangað fyrr en síðdegis á mánudag. Þessi frábæra bardagakona lenti í ýmsu á leiðinni en komst þó á leiðarenda. „Síðustu vikuna fyrir bardaga þá er ég annarsvegar að drekka afar mikið af vatni með tilheyrandi klósettferðum og hinsvegar er ég á þaulskipulögðu og kolvetnissnauðu mataræði,“ segir Sunna Rannveig sem þarf að vera með matarskammtana klára og klósett nálægt sér á hverri stundu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirOft að pissa Eftir að fyrsta flug tafðist um sex klukkustundir komst Sunna af stað en þá hófst eitthvað sem gæti verið góð sena í gamanmynd. Íslenska bardagakonan lenti í miðjusæti á milli tveggja eldri kvenna en sú sem sat við ganginn sofnaði snemma í fluginu. Sunna þurfti samt að komast reglulega á klósettið. „Þar sem ég þurfti að komast á klósettið á kortersfresti þá var smá bras að klifra yfir hana og passa að hún vaknaði ekki. Þetta slapp nú til án teljandi vandræða en þaðan fór ferðin að súrna,“ segir Sunna Rannveig. Þegar Sunna og teymi hennar lenti í New York voru þau búin að missa af tengifluginu og þurftu að fara á annan flugvöll. Þegar allt var yfirstaðið var hún búin með matarskammtana og orðin verulega svöng. Enginn matsölustaður fannst sem bauð upp á nógu hollan mat fyrir Sunnu þannig hún þurfti að láta ofan í sig allskonar óhollustu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirVigtun í dag „Eitt og annað misskemmtilegt gekk á í kjölfarið en það sem máli skiptir er að við erum núna komin til Kansas. Þetta var 39 klukkustunda ferðalag sem núna er komið í baksýnisspegilinn og hinn almenni lokaundirbúningur fyrir bardagann er því loksins hafinn. Það sem drepur mann ekki styrkir mann og ég er er ekki búin að ferðast alla þessa vegalengd með öllum þessum flækjum til neins annars en að klára ætlunarverk mitt,” segir hún. Sunna Rannveig stígur á vigtina í dag en hún keppir í strávigt og þarf því að vera undir 52,6 kg þegar vigtunin fer fram. „Ég er á undan áætlun með þyngdina og mun ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að ná réttri vigt héðan. Ég byrjaði fyrir fimm vikum að hreinsa til í mataræðinu og vinna mig markvisst niður að vigtinni sem ég þarf að ná. Þetta er því búið að vera mjög milt og viðráðanlegt,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00