Viðskipti erlent

Ódýrasta borg heims í Kasakstan

Sæunn Gísladóttir skrifar
Almaty borg í Kasakstan.
Almaty borg í Kasakstan. Vísir/Getty
Ódýrasta borg í heimi til að búa í er Almaty í Kasakstan amkvæmt skýrslu Economist Intelligence Unit sem birtist á þriðjudag. Við gerð listans er borin saman lifnaðarkostnaður þar sem er tekið tillit til 150 atriða meðal annars verðs á brauði, víni, sígarettum og bensíni.

Ódýrustu borgirnar eru flestar á Indlandi og í Afríku þó nokkrar borgir í Evrópu komast einnig á topp 20 listann.

Hér má sjá topp 10 ódýrustu borgirnar:

1. Almaty, Kasakstan

2. Lagos, Nígeríu

3. Bangalore, Indlandi

4. Karachi, Pakistan

5. Mumbai, Indlandi

6. Chennai, Indlandi

7. Algeirsborg, Alsír

8. -10. Nýja Delí, Indlandi

8. -10. Búkarest, Rúmeníu

8.-10. Kænugarður, Úkraínu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×