Heimir: Það lið sem vanmetur Kósóvó fær það beint í andlitið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:25 „Kósóvó er með gott lið og við höfum verið að segja fólki frá því en það trúði því svona mismikið,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, eftir sigurinn sæta í kvöld. „Það sáu allir í þessum leik hversu gott lið þetta er. Hversu hratt þeir eru að búa til gott lið. Nýju mennirnir þeirra í dag höfðu mikil áhrif á leikinn. Við vorum í vandræðum með stóra framherjann þeirra. Það lið sem vanmetur þennan andstæðing mun það beint í andlitið.“ Heimir þurfti að breyta liðinu vegna meiðsla og leikbanna og kom svo á óvart með því að setja Jón Daða á bekkinn. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi ætluðum við að fara mjög framarlega og pressa á þá. Við vildum vera með tvo framherja sem eru grimmir í teignum og geta slúttað. Við vonuðumst til að halda þeim í varnarstöðu en það spilaðist akkúrat öfugt. Þeir byrjuðu af meiri krafti en við og fyrra mark okkar kom gegn gangi leiksins. Svo náðum við aðeins tökum á þessu,“ sagði landsliðsþjálfarinn og sagði að leikurinn hefði ekki spilast eins og þeir vildu en plan B að verjast vel hefði gengið upp. „Hluti af leikplani var að hafa Emil á kantinum og hann átti svo að vera sem þriðji miðjumaður og koma inn. Það er ekkert ólíkt því sem hann er að spila.“Oft spilað betri sóknarleik Þjálfarinn viðurkennir fúslega að leikurinn hafi ekki spilast eins og hann vonaðist til. „Við höfum oft spilað betri sóknarleik en í dag en ástæðan var sú að þeir pressuðu okkur framarlega og voru grimmir. Við fengum lítinn tíma á boltann og það sást aðeins að sumir eru ekki í leikformi hjá okkur. Við vorum að gera svolítið af mistökum með boltann. Á móti kemur að við fengum lítið af opnum færum á okkur þó svo þeir hefðu náð fleiri fyrirgjöfum en ég hefði viljað sjá. Við opnuðum okkur aldrei,“ segir Heimir en Gylfi var lykilmaðurinn hjá Íslandi. Hversu mikilvægur er hann fyrir liðið? „Hann er sá leikmaður sem sóknarleikurinn snýst í kringum. Við þreytumst ekkert á að segja að þó svo hann sé okkar þekktasti leikmaður að þá er hann líka sá vinnusamasti á vellinum. Þegar þú ert með svona fyrirmyndir þá drífur það allt liðið með. Við erum með fullt af svona leiðtogum sem eru að leiða hópinn með góðu fordæmi.“Allt önnur staða ef við hefðum ekki unnið Heimir talaði mikið í aðdraganda leiksins um hversu mikilvægur þessi leikur væri upp á framhaldið. „Við getum horft á stöðuna ef við hefðum ekki fengið þrjú stig hérna í dag. Þá værum við í fjórða sæti í riðlinum. Nú eigum við heimaleik gegn Króatíu og erum búnir að búa til geggjaðan leik um efsta sætið í riðlinum með þessum sigri. Það er allt önnur staða. Nú kemur löng pása og vonandi fá þeir sem eru svolítið ryðgaðir meiri spiltíma hjá sínum liðum og við getum aðeins safnað liði. Vonandi getum við unnið Króata á heimavelli og það er það sem við erum byrjaðir að undirbúa núna,“ segir Heimir en honum er eðlilega létt. „Auðvitað er mér létt. Við vissum hvað þetta er gott lið og ég held að allir sjái núna hversu gott lið þetta er núna.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið Björn Bergmann Sigurðarson kom Íslandi á bragðið gegn Kósóvó í leik í undankeppni HM. Staðan í hálfleik er 0-2, Íslendingum í vil. 24. mars 2017 20:43 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
„Kósóvó er með gott lið og við höfum verið að segja fólki frá því en það trúði því svona mismikið,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, eftir sigurinn sæta í kvöld. „Það sáu allir í þessum leik hversu gott lið þetta er. Hversu hratt þeir eru að búa til gott lið. Nýju mennirnir þeirra í dag höfðu mikil áhrif á leikinn. Við vorum í vandræðum með stóra framherjann þeirra. Það lið sem vanmetur þennan andstæðing mun það beint í andlitið.“ Heimir þurfti að breyta liðinu vegna meiðsla og leikbanna og kom svo á óvart með því að setja Jón Daða á bekkinn. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi ætluðum við að fara mjög framarlega og pressa á þá. Við vildum vera með tvo framherja sem eru grimmir í teignum og geta slúttað. Við vonuðumst til að halda þeim í varnarstöðu en það spilaðist akkúrat öfugt. Þeir byrjuðu af meiri krafti en við og fyrra mark okkar kom gegn gangi leiksins. Svo náðum við aðeins tökum á þessu,“ sagði landsliðsþjálfarinn og sagði að leikurinn hefði ekki spilast eins og þeir vildu en plan B að verjast vel hefði gengið upp. „Hluti af leikplani var að hafa Emil á kantinum og hann átti svo að vera sem þriðji miðjumaður og koma inn. Það er ekkert ólíkt því sem hann er að spila.“Oft spilað betri sóknarleik Þjálfarinn viðurkennir fúslega að leikurinn hafi ekki spilast eins og hann vonaðist til. „Við höfum oft spilað betri sóknarleik en í dag en ástæðan var sú að þeir pressuðu okkur framarlega og voru grimmir. Við fengum lítinn tíma á boltann og það sást aðeins að sumir eru ekki í leikformi hjá okkur. Við vorum að gera svolítið af mistökum með boltann. Á móti kemur að við fengum lítið af opnum færum á okkur þó svo þeir hefðu náð fleiri fyrirgjöfum en ég hefði viljað sjá. Við opnuðum okkur aldrei,“ segir Heimir en Gylfi var lykilmaðurinn hjá Íslandi. Hversu mikilvægur er hann fyrir liðið? „Hann er sá leikmaður sem sóknarleikurinn snýst í kringum. Við þreytumst ekkert á að segja að þó svo hann sé okkar þekktasti leikmaður að þá er hann líka sá vinnusamasti á vellinum. Þegar þú ert með svona fyrirmyndir þá drífur það allt liðið með. Við erum með fullt af svona leiðtogum sem eru að leiða hópinn með góðu fordæmi.“Allt önnur staða ef við hefðum ekki unnið Heimir talaði mikið í aðdraganda leiksins um hversu mikilvægur þessi leikur væri upp á framhaldið. „Við getum horft á stöðuna ef við hefðum ekki fengið þrjú stig hérna í dag. Þá værum við í fjórða sæti í riðlinum. Nú eigum við heimaleik gegn Króatíu og erum búnir að búa til geggjaðan leik um efsta sætið í riðlinum með þessum sigri. Það er allt önnur staða. Nú kemur löng pása og vonandi fá þeir sem eru svolítið ryðgaðir meiri spiltíma hjá sínum liðum og við getum aðeins safnað liði. Vonandi getum við unnið Króata á heimavelli og það er það sem við erum byrjaðir að undirbúa núna,“ segir Heimir en honum er eðlilega létt. „Auðvitað er mér létt. Við vissum hvað þetta er gott lið og ég held að allir sjái núna hversu gott lið þetta er núna.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið Björn Bergmann Sigurðarson kom Íslandi á bragðið gegn Kósóvó í leik í undankeppni HM. Staðan í hálfleik er 0-2, Íslendingum í vil. 24. mars 2017 20:43 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17
Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið Björn Bergmann Sigurðarson kom Íslandi á bragðið gegn Kósóvó í leik í undankeppni HM. Staðan í hálfleik er 0-2, Íslendingum í vil. 24. mars 2017 20:43
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08