Salka Sól áreitt á árshátíð: „Ég vona að konan hans lesi þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 18:38 Salka Sól á sviði í Kórnum í Kópavogi. Vísir/ernir „Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan. Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan.
Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira