Salka Sól áreitt á árshátíð: „Ég vona að konan hans lesi þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 18:38 Salka Sól á sviði í Kórnum í Kópavogi. Vísir/ernir „Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan. Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan.
Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira