Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið 28. mars 2017 12:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. Tilskipunin felur meðal annars í sér að breytingar á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda, notkun kola til rafmagnsframleiðslu og breytingar á því að ríkisstarfsmenn verði að taka mið af hnattrænni hlýnun við ákvarðanir sínar. Talsmaður Hvíta hússins, sem kynnti blaðamönnum Washington Post tilskipunina í dag, sagði hana til marks um stefnu Trump að gera Bandaríkin sjálfstæð varðandi orkuframleiðslu. Hann sagði einnig að þegar kæmi að hnattrænni hlýnun ætlaði ríkisstjórnin sér að taka eigin skref. Ekkert er minnst á Parísarsáttmálann samkvæmt WP. Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2015 og samkvæmt honum þarf ríkið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025, miðað við losunina eins og hún var árið 2005. Meðlimir ríkisstjórnar Trump eru ekki sammála um aðild Bandaríkjanna að sáttmálanum. Í kosningabaráttunni hét Trump því að draga Bandaríkin úr sáttmálanum sem hann sagði koma niður á landinu. Árið 2012 hélt Trump því fram að hnattræn hlýnun væri gabb Kínverja til að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna.The concept of global warming was created by and for the Chinese in order to make U.S. manufacturing non-competitive.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2012 Reglur Obama hafa verið óvinsælar meðal repúblikana og í ríkjum þar sem þeir hafa stjórnað. Hæstiréttur Bandaríkjanna setti reglurnar til hliðar um tíma í fyrra en fjölmörg dómsmál hafa verið höfðuð gegn þeim. Undanfarnar vikur hefur Trump einnig fellt niður reglur Obama um námuvinnslu, boranir og fleira. Þá felldi hann niður reglugerð sem meinaði námufyrirtækjum að sturta úrgangi í ár. Þar að auki hefur ríkisstjórnin gefið í skyn að hún vilji og ætli sér að endurskoða reglugerðir um eyðslu nýrra bíla.Trump ætlar sér einnig að draga úr fjárveitingum til Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um þriðjung.Nýr yfirmaður stofnunarinnar, Scott Pruitt, hefur gagnrýnt stofnunina harðlega í gegnum tíðina. Þá hefur hann sagt að hann trúi því ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðarinnar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. Tilskipunin felur meðal annars í sér að breytingar á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda, notkun kola til rafmagnsframleiðslu og breytingar á því að ríkisstarfsmenn verði að taka mið af hnattrænni hlýnun við ákvarðanir sínar. Talsmaður Hvíta hússins, sem kynnti blaðamönnum Washington Post tilskipunina í dag, sagði hana til marks um stefnu Trump að gera Bandaríkin sjálfstæð varðandi orkuframleiðslu. Hann sagði einnig að þegar kæmi að hnattrænni hlýnun ætlaði ríkisstjórnin sér að taka eigin skref. Ekkert er minnst á Parísarsáttmálann samkvæmt WP. Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2015 og samkvæmt honum þarf ríkið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025, miðað við losunina eins og hún var árið 2005. Meðlimir ríkisstjórnar Trump eru ekki sammála um aðild Bandaríkjanna að sáttmálanum. Í kosningabaráttunni hét Trump því að draga Bandaríkin úr sáttmálanum sem hann sagði koma niður á landinu. Árið 2012 hélt Trump því fram að hnattræn hlýnun væri gabb Kínverja til að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna.The concept of global warming was created by and for the Chinese in order to make U.S. manufacturing non-competitive.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2012 Reglur Obama hafa verið óvinsælar meðal repúblikana og í ríkjum þar sem þeir hafa stjórnað. Hæstiréttur Bandaríkjanna setti reglurnar til hliðar um tíma í fyrra en fjölmörg dómsmál hafa verið höfðuð gegn þeim. Undanfarnar vikur hefur Trump einnig fellt niður reglur Obama um námuvinnslu, boranir og fleira. Þá felldi hann niður reglugerð sem meinaði námufyrirtækjum að sturta úrgangi í ár. Þar að auki hefur ríkisstjórnin gefið í skyn að hún vilji og ætli sér að endurskoða reglugerðir um eyðslu nýrra bíla.Trump ætlar sér einnig að draga úr fjárveitingum til Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um þriðjung.Nýr yfirmaður stofnunarinnar, Scott Pruitt, hefur gagnrýnt stofnunina harðlega í gegnum tíðina. Þá hefur hann sagt að hann trúi því ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðarinnar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira