Hótað brottvísun úr Verzló: Nemandi sagður hafa afbakað orð Bjarna Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2017 11:45 Bjarni Benediktsson mætti í Verzlunarskólann sem gestur í stjórnmálafræðiáfanga í síðustu viku. Vísir Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“ Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira