Stefnir í nýjar deilur Hvíta hússins og þingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2017 08:28 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beðið þingið um aukin fjárútlát til varnarmála og byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann vill að fjárútlátin verði sett í frumvarp sem ætlað er að veita ríkisstofnunum fjárveitingar frá 29. apríl til 30. september. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru þó ekki sannfærðir um að það sé góð hugmynd. Samkvæmt heimildum Washington Post er um 33 milljarða dala að ræða, sem Trump vill fá til varnarmála og vegna veggsins. Þá vill hann skera niður um 18 milljarða á öðrum svæðum eins og í læknavísindum. Demókratar hafa hótað því að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn, ef fjárveiting til veggjar Trump sé inn í því. Einhverjir repúblikanar hafa einnig lýst yfir andstöðu sinni. Þar með gæti starfsemi stjórnvalda í Bandaríkjunum stöðvast og eru þingmenn Repúblikanaflokksins líklegir til að hafna beiðni Trump. Nokkrir af æðstu þingmönnum flokksins hafa sagt að frekar verði samið um fjárútlát vegna veggjarins seinna á árinu. Í kosningabaráttunni hét Trump því ítrekað að hann myndi byggja „glæsilegan“ vegg á landamærum ríkjanna og að Mexíkó myndi greiða fyrir vegginn. Æðstu ráðamenn þar segja það hins vegar ekki koma til greina. Nú hefur Trump gefið í skyn að Bandaríkin muni borga veginn og að Mexíkó muni borga þeim til baka. Forseti öldungaþingsins, Mitch McConnel sagði hins vegar fyrr í mánuðinum að það kæmi ekki til greina. Beiðni Trump gæti leitt til annarra deilna á milli Hvíta hússins og þingsins í kjölfar þess að ekki tókst að ná atkvæðum fyrir breytingar Trump og Paul Ryan á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beðið þingið um aukin fjárútlát til varnarmála og byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann vill að fjárútlátin verði sett í frumvarp sem ætlað er að veita ríkisstofnunum fjárveitingar frá 29. apríl til 30. september. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru þó ekki sannfærðir um að það sé góð hugmynd. Samkvæmt heimildum Washington Post er um 33 milljarða dala að ræða, sem Trump vill fá til varnarmála og vegna veggsins. Þá vill hann skera niður um 18 milljarða á öðrum svæðum eins og í læknavísindum. Demókratar hafa hótað því að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn, ef fjárveiting til veggjar Trump sé inn í því. Einhverjir repúblikanar hafa einnig lýst yfir andstöðu sinni. Þar með gæti starfsemi stjórnvalda í Bandaríkjunum stöðvast og eru þingmenn Repúblikanaflokksins líklegir til að hafna beiðni Trump. Nokkrir af æðstu þingmönnum flokksins hafa sagt að frekar verði samið um fjárútlát vegna veggjarins seinna á árinu. Í kosningabaráttunni hét Trump því ítrekað að hann myndi byggja „glæsilegan“ vegg á landamærum ríkjanna og að Mexíkó myndi greiða fyrir vegginn. Æðstu ráðamenn þar segja það hins vegar ekki koma til greina. Nú hefur Trump gefið í skyn að Bandaríkin muni borga veginn og að Mexíkó muni borga þeim til baka. Forseti öldungaþingsins, Mitch McConnel sagði hins vegar fyrr í mánuðinum að það kæmi ekki til greina. Beiðni Trump gæti leitt til annarra deilna á milli Hvíta hússins og þingsins í kjölfar þess að ekki tókst að ná atkvæðum fyrir breytingar Trump og Paul Ryan á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira