Flugdólgur í flugvél WOW air lét öllum illum látum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2017 09:00 Erfiðlega gekk að róa manninn niður og var því ákveðið að kalla til lögreglu. Lögregla kom um borð í vélina við lendingu á Keflavíkurflugvelli og handtók manninn. vísir/garðar k. Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent