Lífið

Svona verður kosningin í úrslitum Söngvakeppninnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Flottir listamenn koma fram á morgun.
Flottir listamenn koma fram á morgun. Vísir
Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll á morgun, laugardag. Þá keppa sjö lög um að verða framlag Íslendinga í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Úkraínu í maí.

Valið á sigurlaginu verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali.

Sjá einnig: Ný dómnefnd í Söngvakeppninni: Meirihlutinn erlendir fagmenn

Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og munu þau lög þá vera flutt aftur í svokölluðu einvígi. Að þeim flutningi loknum hefst ný símakosning.

Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna og atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu. Áhrofendur þurfa því að kjósa aftur, til að tryggja sínu lagi brautargengi.

Lögin sem koma til greina eru:

1. Tonight (900 9901)

Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson

Flytjandi: Aron Hannes

2. Again (900 9902)

Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir

Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir

3. Hypnotised (900 9903)

Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink

Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor

Flytjandi: Aron Brink

4. Bammbaramm (900 9904)

Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir

Flytjandi: Hildur

5. Make your way back home (900 9905)

Lag og texti: Rúnar Eff

Flytjandi: Rúnar Eff

6. Paper (900 9906)

Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise

Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise

Flytjandi: Svala

7. Is this love? (900 9907)

Lag og texti: Daði Freyr Pétursson

Flytjandi: Daði Freyr Pétursson


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×