Jason endurkjörinn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2017 13:30 Jason var endurkjörinn. Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni. Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni.
Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira