Daði Pálmar Ragnarsson skrifar 13. mars 2017 07:00 Við höfum eignast nýja þjóðhetju. Hún kemur ekki í formi íþróttagarps eða stjórnmálakonu heldur venjulegs hæfileikaríks drengs í grænni peysu. Hann er auðmýktin uppmáluð. Engar kröfur og engar væntingar. Hópurinn hafði ekki einu sinni fyrir því að taka með sér auka skrautsprengju (e. confetti) í höllina ef svo heppilega vildi til að þau kæmust í úrslitaeinvígið. Og skrautsprengjan var lykilatriði í annars magnaðri sviðsframkomu. „Ein kostar 270 þannig að tvær eru á 540 kr. Viljið þið eina eða tvær?“ „Æi, tökum bara eina, það er ekkert öruggt að við komumst áfram.“ Maður veltir því fyrir sér hvort skortur á skrautsprengju í seinna atriðinu hafi jafnvel verið ástæðan fyrir því að atriðið stóð ekki uppi sem sigurvegari? Það munar nú um minna þrátt fyrir að rafgítarleikarinn hafi gert sitt besta til að herma eftir skrautsprengju með höndunum. Daði sýnir strákum að þú þarft ekki að vera vöðvaður og tanaður til að vera töff. Þú þarft ekki heldur að vera grjótharður og með stæla. Og hvað þá að rappa um pillur eða vera nýklipptur og ganga um í rándýrum fötum. Hann sýnir okkur að það er töff er að vera maður sjálfur, að vera einlægur, ljúfur og krúttlegur. Það er það sem við elskum við Daða. Hann er því sannkölluð fyrirmynd. Ef ég ætti ungan dreng myndi ég því óhikað segja við hann: „Sjáðu, þetta er mesti töffarinn á íslandi í dag – vertu eins og Daði". P.S. Ég trúi ekki á óheillabölvanir (e. jinx) og sigurlag Svölu er geggjað – nú vinnum við loksins Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Við höfum eignast nýja þjóðhetju. Hún kemur ekki í formi íþróttagarps eða stjórnmálakonu heldur venjulegs hæfileikaríks drengs í grænni peysu. Hann er auðmýktin uppmáluð. Engar kröfur og engar væntingar. Hópurinn hafði ekki einu sinni fyrir því að taka með sér auka skrautsprengju (e. confetti) í höllina ef svo heppilega vildi til að þau kæmust í úrslitaeinvígið. Og skrautsprengjan var lykilatriði í annars magnaðri sviðsframkomu. „Ein kostar 270 þannig að tvær eru á 540 kr. Viljið þið eina eða tvær?“ „Æi, tökum bara eina, það er ekkert öruggt að við komumst áfram.“ Maður veltir því fyrir sér hvort skortur á skrautsprengju í seinna atriðinu hafi jafnvel verið ástæðan fyrir því að atriðið stóð ekki uppi sem sigurvegari? Það munar nú um minna þrátt fyrir að rafgítarleikarinn hafi gert sitt besta til að herma eftir skrautsprengju með höndunum. Daði sýnir strákum að þú þarft ekki að vera vöðvaður og tanaður til að vera töff. Þú þarft ekki heldur að vera grjótharður og með stæla. Og hvað þá að rappa um pillur eða vera nýklipptur og ganga um í rándýrum fötum. Hann sýnir okkur að það er töff er að vera maður sjálfur, að vera einlægur, ljúfur og krúttlegur. Það er það sem við elskum við Daða. Hann er því sannkölluð fyrirmynd. Ef ég ætti ungan dreng myndi ég því óhikað segja við hann: „Sjáðu, þetta er mesti töffarinn á íslandi í dag – vertu eins og Daði". P.S. Ég trúi ekki á óheillabölvanir (e. jinx) og sigurlag Svölu er geggjað – nú vinnum við loksins Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun