Rússneskur læknir hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá íþróttum. Það var íþróttadómstóllinn í Sviss sem setti hann í bannið.
Sá heitir Sergei Portugalov og íþróttadómstólinn sagði engan vafa leika að því að hann hefði sprautað íþróttamenn með ólöglegum lyfjum.
Í skýrslu Alþjóða lyfjaeftirlitsins, Wada, kemur fram að hann hafi einnig verið mjög virkur í því að falsa niðurstöður lyfjaprófa íþróttamanna gegn því að fá hlut af vinningsfé þeirra í mótum.
Rússneskir frjálsíþróttamenn eru enn í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um skipulagt lyfjasvindl í landinu.
