Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi.
Það er Dan Hardy sem sér um að greina bardagann en hann segist lengi hafa verið aðdáandi Gunna. Hardy hefur einnig æft með Jouban og veit vel hvað hann er að tala um.
Innslagið um bardagann, sem má sjá hér að ofan, hefst eftir 20 mínútur og 40 sekúndur.
Bardagi Gunnars og Jouban verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban
Tengdar fréttir

Bardagi Gunnars Nelson og Alan Jouban sagður einn sá mest spennandi í mars
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru 18. mars þegar hann berst við Alan Jouban.

Sjáðu næsta andstæðing Gunnars Nelson æfa af krafti
Alan Jouban æfir eins og brjálæðingur þessa dagana fyrir bardaga gegn Gunnar Nelson sem fer fram eftir tæpar tvær vikur.