Ekki nægilega fatlaðir fyrir akstursþjónustu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 15. mars 2017 06:00 Fyrrverandi íbúar á Sólheimum hafa greint frá því að hafa verið einangraðir á Sólheimum vegna lítillar akstursþjónustu. vísir/vilhelm Á annan tug íbúa á Sólheimum er einangraður vegna slakrar akstursþjónustu. Auk þeirra hefur fjöldi mjög takmarkaða akstursþjónustu. Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að hluti þeirra íbúa sem búa á Sólheimum teljist ekki það mikið fatlaðir að þeir eigi rétt á akstursþjónustu. „Sumir eiga ekki rétt á akstri vegna þess að þeir eru með bílpróf og eiga bíl en aðrir teljast það lítið fatlaðir að akstursþjónustan nær ekki til þeirra,“ segir hún.Guðmundur Ármann Pétursson.vísir/pjeturGuðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segist ekki skilja hvernig einstaklingur sem þurfi sérstakt búsetuúrræði sé ekki metinn nægilega fatlaður til að þurfa akstursþjónustu. „Við höfum meira að segja dæmi um einstakling sem fékk ferðaþjónustu í sveitarfélagi sem hann bjó í, en er svo ekki metinn nógu fatlaður þegar hann flytur á Sólheima til að eiga rétt á akstursþjónustu,“ segir Guðmundur. Þá minnir Guðmundur á að dómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í nóvember. Þá hafi nokkrir íbúar á Sólheimum stefnt sveitarfélaginu og velferðarþjónustu Árnesþings og krafist þess að felldar yrðu úr gildi synjanir á kröfum þeirra um akstursþjónustu. Dómurinn tók ekki efnislega afstöðu en dæmdi íbúunum miskabætur og gerði athugasemdir við vinnubrögð Velferðarþjónustunnar. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi, segir þá íbúa Sólheima sem ekki fá akstursþjónustu ekki hafa sömu möguleika og aðrir sem búi í sveitarfélaginu. „Það er alveg klárt. Þar af leiðandi hlýtur að vera að brotið sé á þeim.“ Ingibjörg bendir á að íbúarnir sem ekki eigi rétt á akstursþjónustunni séu 14, þar af eigi nokkrir bíl og séu með bílpróf. „Ég sé ekki frekar en Velferðarþjónustan að þeir þurfi á akstursþjónustu að halda frekar en við hin,“ segir Ingibjörg spurð hvort sveitarfélagið ætli að gera úrbætur og auka við akstursþjónustu íbúa á Sólheimum.Sigrún Jensey SigurðardóttirSveitarfélagið er aðili að sameiginlegu byggðasamlagi um skóla og velferðarmál ásamt sex öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu sem kallast Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Sú þjónusta setur sér sameiginlegar reglur um akstursþjónustu fatlaðra sem séu unnar á grunni velferðarráðuneytisins. „Þær akstursreglur sem hér gilda eru nánast þær sömu og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu og það sem er svo merkilegt er að framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur, situr í sveitarstjórn þar sem þessar reglur voru teknar fyrir og samþykktar samhljóða,“ segir Ingibjörg og bætir við að ef Guðmundur sé svona ósáttur við reglurnar þá hefði hann átt að gera athugasemdir við þær sem sveitarstjórnarmaður. „Hann gerði það ekki. Hann veit líka, eða á a.m.k. að vita það, að reglurnar eru mjög sambærilegar á öllu landinu. Að auki fá Sólheimar greitt fyrir akstursþjónustu í gegnum samninginn sem Sólheimar eru með við Bergrisann bs.,“ greinir hún frá og segir að þessu til viðbótar hafi sveitarfélagið ekið allar þær ferðir sem óskað hefur verið eftir fyrir þá aðila sem eiga rétt á akstursþjónustu. Guðmundur segist hins vegar ekki hafa komið að umfjöllun er varðar ferðaþjónustu fyrir íbúa á Sólheimum. „Ég hef ávallt gætt að því að víkja af fundi þegar mál er varða Sólheima og/eða íbúa koma til umfjöllunar sveitarstjórnar,“ bendir hann á.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Á annan tug íbúa á Sólheimum er einangraður vegna slakrar akstursþjónustu. Auk þeirra hefur fjöldi mjög takmarkaða akstursþjónustu. Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að hluti þeirra íbúa sem búa á Sólheimum teljist ekki það mikið fatlaðir að þeir eigi rétt á akstursþjónustu. „Sumir eiga ekki rétt á akstri vegna þess að þeir eru með bílpróf og eiga bíl en aðrir teljast það lítið fatlaðir að akstursþjónustan nær ekki til þeirra,“ segir hún.Guðmundur Ármann Pétursson.vísir/pjeturGuðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segist ekki skilja hvernig einstaklingur sem þurfi sérstakt búsetuúrræði sé ekki metinn nægilega fatlaður til að þurfa akstursþjónustu. „Við höfum meira að segja dæmi um einstakling sem fékk ferðaþjónustu í sveitarfélagi sem hann bjó í, en er svo ekki metinn nógu fatlaður þegar hann flytur á Sólheima til að eiga rétt á akstursþjónustu,“ segir Guðmundur. Þá minnir Guðmundur á að dómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í nóvember. Þá hafi nokkrir íbúar á Sólheimum stefnt sveitarfélaginu og velferðarþjónustu Árnesþings og krafist þess að felldar yrðu úr gildi synjanir á kröfum þeirra um akstursþjónustu. Dómurinn tók ekki efnislega afstöðu en dæmdi íbúunum miskabætur og gerði athugasemdir við vinnubrögð Velferðarþjónustunnar. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi, segir þá íbúa Sólheima sem ekki fá akstursþjónustu ekki hafa sömu möguleika og aðrir sem búi í sveitarfélaginu. „Það er alveg klárt. Þar af leiðandi hlýtur að vera að brotið sé á þeim.“ Ingibjörg bendir á að íbúarnir sem ekki eigi rétt á akstursþjónustunni séu 14, þar af eigi nokkrir bíl og séu með bílpróf. „Ég sé ekki frekar en Velferðarþjónustan að þeir þurfi á akstursþjónustu að halda frekar en við hin,“ segir Ingibjörg spurð hvort sveitarfélagið ætli að gera úrbætur og auka við akstursþjónustu íbúa á Sólheimum.Sigrún Jensey SigurðardóttirSveitarfélagið er aðili að sameiginlegu byggðasamlagi um skóla og velferðarmál ásamt sex öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu sem kallast Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Sú þjónusta setur sér sameiginlegar reglur um akstursþjónustu fatlaðra sem séu unnar á grunni velferðarráðuneytisins. „Þær akstursreglur sem hér gilda eru nánast þær sömu og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu og það sem er svo merkilegt er að framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur, situr í sveitarstjórn þar sem þessar reglur voru teknar fyrir og samþykktar samhljóða,“ segir Ingibjörg og bætir við að ef Guðmundur sé svona ósáttur við reglurnar þá hefði hann átt að gera athugasemdir við þær sem sveitarstjórnarmaður. „Hann gerði það ekki. Hann veit líka, eða á a.m.k. að vita það, að reglurnar eru mjög sambærilegar á öllu landinu. Að auki fá Sólheimar greitt fyrir akstursþjónustu í gegnum samninginn sem Sólheimar eru með við Bergrisann bs.,“ greinir hún frá og segir að þessu til viðbótar hafi sveitarfélagið ekið allar þær ferðir sem óskað hefur verið eftir fyrir þá aðila sem eiga rétt á akstursþjónustu. Guðmundur segist hins vegar ekki hafa komið að umfjöllun er varðar ferðaþjónustu fyrir íbúa á Sólheimum. „Ég hef ávallt gætt að því að víkja af fundi þegar mál er varða Sólheima og/eða íbúa koma til umfjöllunar sveitarstjórnar,“ bendir hann á.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira