„Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2017 11:00 Gunnari Nelson er líka margt til lista lagt í búrinu. vísir/getty Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í O2-höllinni í London á laugardagskvöldið. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Jouban er 35 ára gamall og kom ekki inn í UFC fyrr en árið 2014. Hann hefur unnið fimm af sjö bardögum sínum innan UFC og þar af síðustu þrjá. Jouban hefur verið á uppleið síðustu misseri og gæti heldur betur látið vita af sér með því að vinna Gunnar Nelson.Sjá einnig:Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar hefur ekki barist í tíu mánuði eða síðan hann rúllaði upp Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí á síðasta ári. Íslenski bardagakappinn þykir betri og líklegri til sigurs en Jouban ber að taka alvarlega. „Ef Gunnar er eins góður og við höldum þá á hann að taka þetta. Jouban er samt mjög hættulegur andstæðingur. Hann er með góð spörk, er mjög hreyfanlegur og getur gert margt til að ógna Gunnari,“ segir Pétur Marinó Jónsson, UFC-lýsandi Stöðvar 2 Sport og sérfræðingur 365 um blandaðar bardagalistir. Bardaginn er töluvert stærri fyrir Jouban en Gunnar því Bandaríkjamaðurinn getur líklega komist inn á topp 15 listann í veltivigtinni með sigri á Íslendingnum. Hann mun gera allt hvað hann getur til að vinna óvæntan sigur en ef allt er eðlilegt á það ekki að vera nóg. „Jouban er að undirbúa sig eins og hann best getur og hann er með frábæra menn í kringum sig. Spurningin er bara hvort það verði nóg. Ég er bara ekki viss um að það sem hann býður upp á verði nóg gegn Gunna. Þetta verður hörku bardagi en Gunni á að taka þetta,“ segir Pétur Marinó Jónsson.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Fáðu þér áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Gunnar Nelson fær ekki jafnmikið út úr bardaga sínum og mótherji hans en hann þarf að minna á sig eftir tíu mánaða fjarveru. 14. mars 2017 19:30 Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00 Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í O2-höllinni í London á laugardagskvöldið. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Jouban er 35 ára gamall og kom ekki inn í UFC fyrr en árið 2014. Hann hefur unnið fimm af sjö bardögum sínum innan UFC og þar af síðustu þrjá. Jouban hefur verið á uppleið síðustu misseri og gæti heldur betur látið vita af sér með því að vinna Gunnar Nelson.Sjá einnig:Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar hefur ekki barist í tíu mánuði eða síðan hann rúllaði upp Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí á síðasta ári. Íslenski bardagakappinn þykir betri og líklegri til sigurs en Jouban ber að taka alvarlega. „Ef Gunnar er eins góður og við höldum þá á hann að taka þetta. Jouban er samt mjög hættulegur andstæðingur. Hann er með góð spörk, er mjög hreyfanlegur og getur gert margt til að ógna Gunnari,“ segir Pétur Marinó Jónsson, UFC-lýsandi Stöðvar 2 Sport og sérfræðingur 365 um blandaðar bardagalistir. Bardaginn er töluvert stærri fyrir Jouban en Gunnar því Bandaríkjamaðurinn getur líklega komist inn á topp 15 listann í veltivigtinni með sigri á Íslendingnum. Hann mun gera allt hvað hann getur til að vinna óvæntan sigur en ef allt er eðlilegt á það ekki að vera nóg. „Jouban er að undirbúa sig eins og hann best getur og hann er með frábæra menn í kringum sig. Spurningin er bara hvort það verði nóg. Ég er bara ekki viss um að það sem hann býður upp á verði nóg gegn Gunna. Þetta verður hörku bardagi en Gunni á að taka þetta,“ segir Pétur Marinó Jónsson.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Fáðu þér áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Gunnar Nelson fær ekki jafnmikið út úr bardaga sínum og mótherji hans en hann þarf að minna á sig eftir tíu mánaða fjarveru. 14. mars 2017 19:30 Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00 Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjá meira
Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Gunnar Nelson fær ekki jafnmikið út úr bardaga sínum og mótherji hans en hann þarf að minna á sig eftir tíu mánaða fjarveru. 14. mars 2017 19:30
Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00
Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30
Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00
Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30