Er Monchi sá besti í sínu starfi í fótboltaheiminum í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 07:30 Monchi. Vísir/Getty Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira