Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 16:40 Barack Obama og Donald Trump. Vísir/Getty Formaður njósnamálanefndar bandaríska þingsins segir að hvorki hann, né hæst setti Demókratinn í nefndinni, hafi séð nein sönnunargögn sem bendi til þess að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið hlera Donald Trump fyrir forsetakosningarnar þar í landi á síðasta ári. Repúblikaninn Devon Nunes er formaður nefndarinnar og sagði hann að nefndin hafi farið fram á það að dómsmálaráðuneytið myndi svara fyrirspurnum nefndarinnar um upplýsingar um málið fyrir 20. mars næstkomandi. „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað,“ sagði Nunes um meintar hleranir Obama en Trump sakaði forvera sinn í starfi um að hafa fyriskipað að Trump Tower, höfuðstöðvar Trump í kosningabaráttunni, skyldu hleraðar. Sagði Nunes að miðað við þau samtöl sem nefndin hefði átt væri það það mat hans að Trump Tower hafi ekki verið hleraður. James Comey, yfirmaður FBI, mun koma fyrir nefndina þann 20. mars og svara spurningum hennar. Trump fór fram á það að þingið myndir rannsaka þær ásakanir á hendur Obama sem hann setti fram á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Trump lagði þó ekki fram nein sönnunargögn til þess að styðja mál sitt. Obama hefur staðfastlega neitað því að hafa fyrirskipað slíkar hleranir. Þá hefur James Clapper, sem gegndi embætti yfirmanns njósnamála á þeim tíma sem hleranirnar eiga að hafa farið fram, sagt að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka hlerun. Ómögulegt væri að slík fyrirskipun um slíka hlerun hefði getað farið fram hjá honum sem yfirmaður njósnamála. Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. 6. mars 2017 13:30 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Formaður njósnamálanefndar bandaríska þingsins segir að hvorki hann, né hæst setti Demókratinn í nefndinni, hafi séð nein sönnunargögn sem bendi til þess að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið hlera Donald Trump fyrir forsetakosningarnar þar í landi á síðasta ári. Repúblikaninn Devon Nunes er formaður nefndarinnar og sagði hann að nefndin hafi farið fram á það að dómsmálaráðuneytið myndi svara fyrirspurnum nefndarinnar um upplýsingar um málið fyrir 20. mars næstkomandi. „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað,“ sagði Nunes um meintar hleranir Obama en Trump sakaði forvera sinn í starfi um að hafa fyriskipað að Trump Tower, höfuðstöðvar Trump í kosningabaráttunni, skyldu hleraðar. Sagði Nunes að miðað við þau samtöl sem nefndin hefði átt væri það það mat hans að Trump Tower hafi ekki verið hleraður. James Comey, yfirmaður FBI, mun koma fyrir nefndina þann 20. mars og svara spurningum hennar. Trump fór fram á það að þingið myndir rannsaka þær ásakanir á hendur Obama sem hann setti fram á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Trump lagði þó ekki fram nein sönnunargögn til þess að styðja mál sitt. Obama hefur staðfastlega neitað því að hafa fyrirskipað slíkar hleranir. Þá hefur James Clapper, sem gegndi embætti yfirmanns njósnamála á þeim tíma sem hleranirnar eiga að hafa farið fram, sagt að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka hlerun. Ómögulegt væri að slík fyrirskipun um slíka hlerun hefði getað farið fram hjá honum sem yfirmaður njósnamála.
Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. 6. mars 2017 13:30 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. 6. mars 2017 13:30
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53
Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30
Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53