Breska leyniþjónustustofnunin GCHQ hefur sent frá sér óvenjulega yfirlýsingu þar sem því er hafnað að stofnunin hafi nokkuð komið nálægt því að hlera Donald Trump forseta í kosningabaráttunni í fyrra.
Stofnunin hefur á sinni könnu að fylgjast með rafrænum samskiptum grunaðra einstaklinga og hefur yfir gríðarlegum hlerunarmöguleikum að búa.
Yfirlýsingin barst í kjölfar þess að fjölmiðlafulltrúi Trumps, Sean Spicer, vitnaði í fréttir þess efnis frá Bandaríkjunum en þessu var haldið fram á fréttastöðinni Fox fyrr í vikunni.
Í yfirlýsingunni frá GCHQ segir einfaldlega að slíkar ásakanir séu þvæla, algjörlega út í bláinn og ekki til að taka mark á.
Trump hefur nú ítrekað haldið því fram að skrifstofur hans í Trump-turninum í New York hafi verið hleraðar.

