Gunnar Nelson: Svona er þetta ferðalag Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2017 08:00 Gunnar Nelson. Vísir/Getty Blaðamaður bíður rólegur eftir að formlegri dagskrá á fjölmiðladegi ljúki til að spjalla við Gunnar Nelson sem er búinn að sitja á barstól og svara spurningum fréttamanna í 45 mínútur. Gunnar er í gráum joggingbuxum, blárri þægilegri peysu, strigaskóm og með úfið hár eins og hann hafi verið að stíga fram úr rúminu. Fjölmiðlahluti bardagalífsins hefur aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá honum en svona reynslubolti lætur þetta ekkert á sig fá. „Þetta er alltaf voðalega svipað og tiltölulega auðvelt,“ segir Gunnar sallarólegur. „Þetta er líklega síðasta viðtalið mitt í dag og við byrjuðum nú bara upp úr hádegi. Ég get ekki kvartað.“ Mótherji hans í kvöld, Alan Jouban, er fyrirsæta og mætti eins og klipptur út úr tískutímariti. Því var skondin sjón að sjá þá saman á pallinum – tveir ólíkir menn í ólíkum fötum.Sjá einnig:Kavanagh: Gunnar lærði af töpunum „Hann er náttúrlega Versace-módel – helvíti huggulegur. Ég veit ekki hvort maður hefur það í sér að vera að slá hann of mikið í andlitið og eyðileggja eitthvað meira fyrir honum en bara UFC-ferilinn. Það er kannski óþarfi,“ segir Gunnar skælbrosandi.Vísir/GettyMeð sinn eigin stíl Gunnar hefur oftast hugsað nánast eingöngu um sjálfan sig þegar kemur að undirbúningi fyrir bardaga. Hann hefur svo oft lent í því að fá nýjan mótherja nánast á síðustu stundu að það hefur engu skilað að undirbúa sig sérstaklega fyrir einhvern ákveðinn mann. Hann er þó að undirbúa sig vel fyrir spörkin hans Joubans en segir annars allt með hefðbundnu sniði. „Þetta er allt í rauninni eins og við höfum alltaf haft þetta. Maður horfir á nokkra bardaga með mótherjanum og reynir aðeins að láta líkja eftir vopnum hans þegar maður er að æfa. Við erum samt ekki að búa til leikáætlun í kringum það sem hinn maðurinn gerir. Það höfum við aldrei gert. Þetta er svipað og og alltaf. Maður horfir aðeins á hreyfingarnar hans og virkjar aðeins viðbrögðin við þeim,“ segir Gunnar.Sjá einnig:Búrið: Gunnar er með þetta skandinavíska, slutty viking útlit Jouban vill halda bardaganum standandi því hann er góður að slá og sparka – sérstaklega sparka. Gunnar er hvergi banginn við að standa á móti honum eða hverjum sem er því hann er alltaf að bæta sig standandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Gunnar er nákvæmastur allra í veltivigtinni þegar kemur að því að slá frá sér og landa höggum. „Ég er með minn eigin stíl og ég held að fólk hafi bara ekki séð neitt sérstaklega mikið af honum. Hann er alltaf að þróast. Ég fékk aðeins að nota hann í síðasta bardaga sem gaf mér líka tilfinningu fyrir því hvernig hann virkar í bardaga. Það var gott því það er öðruvísi að gera þetta á æfingum heldur en í bardaga,“ segir Gunnar.Vísir/GettySér beltið í hillingum Einn helsti löstur Alans Jouban í búrinu er hvað hann byrjar oft hægt og það ætlar Gunnar að nýta sér. „Mér finnst það líklegt. Ég fer yfirleitt inn með sterka byrjunarárás. Mér finnst það skipta máli og það er líka minn stíll. Ég reyni að klára bardagana mína þegar ég sé opnanir. Þær eru mjög víða og svo býr maður sjálfur til opnanir. Ég á sennilega eftir að byrja nokkuð sterkt,“ segir hann. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði í viðtali við íþróttadeild að hann sjái Gunnar fá titilbardaga í lok árs ef hann hefur betur gegn Jouban og fá svo stóran bardaga í sumar sem hann klári með sigri. Gunnar er ekkert að hlaupa fram úr sér en er að hugsa svipaða hluti. „Ég er ekkert að fara að hætta núna. Ég er að vinna mig upp enn þá. Svona er þetta ferðalag. Ég horfi ekkert fram hjá Alan en ég ætla að reyna að ná tveimur bardögum til viðbótar á árinu. Að sjálfsögðu mun ég reyna að vinna þá og þá gæti ég vel trúað að maður gæti barist um titilinn á næsta ári,“ segir Gunnar Nelson.Vísir/Getty MMA Tengdar fréttir Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Gunni vill ananas á pítsuna sína Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr. 15. mars 2017 12:00 Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Gunnar: Veltivigtin alltaf verið best og það er geggjað að vera í henni Gunnar Nelson er á því að hans þyngdarflokkur í UFC hafi alltaf verið stærstur og sterkastur. 17. mars 2017 14:00 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Gunnar og Jouban náðu báðir vigt Gunnar Nelson var slétt 77 kíló þegar hann steig á vigtina í morgun en hann snýr aftur í búrið annað kvöld. 17. mars 2017 09:45 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sjá meira
Blaðamaður bíður rólegur eftir að formlegri dagskrá á fjölmiðladegi ljúki til að spjalla við Gunnar Nelson sem er búinn að sitja á barstól og svara spurningum fréttamanna í 45 mínútur. Gunnar er í gráum joggingbuxum, blárri þægilegri peysu, strigaskóm og með úfið hár eins og hann hafi verið að stíga fram úr rúminu. Fjölmiðlahluti bardagalífsins hefur aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá honum en svona reynslubolti lætur þetta ekkert á sig fá. „Þetta er alltaf voðalega svipað og tiltölulega auðvelt,“ segir Gunnar sallarólegur. „Þetta er líklega síðasta viðtalið mitt í dag og við byrjuðum nú bara upp úr hádegi. Ég get ekki kvartað.“ Mótherji hans í kvöld, Alan Jouban, er fyrirsæta og mætti eins og klipptur út úr tískutímariti. Því var skondin sjón að sjá þá saman á pallinum – tveir ólíkir menn í ólíkum fötum.Sjá einnig:Kavanagh: Gunnar lærði af töpunum „Hann er náttúrlega Versace-módel – helvíti huggulegur. Ég veit ekki hvort maður hefur það í sér að vera að slá hann of mikið í andlitið og eyðileggja eitthvað meira fyrir honum en bara UFC-ferilinn. Það er kannski óþarfi,“ segir Gunnar skælbrosandi.Vísir/GettyMeð sinn eigin stíl Gunnar hefur oftast hugsað nánast eingöngu um sjálfan sig þegar kemur að undirbúningi fyrir bardaga. Hann hefur svo oft lent í því að fá nýjan mótherja nánast á síðustu stundu að það hefur engu skilað að undirbúa sig sérstaklega fyrir einhvern ákveðinn mann. Hann er þó að undirbúa sig vel fyrir spörkin hans Joubans en segir annars allt með hefðbundnu sniði. „Þetta er allt í rauninni eins og við höfum alltaf haft þetta. Maður horfir á nokkra bardaga með mótherjanum og reynir aðeins að láta líkja eftir vopnum hans þegar maður er að æfa. Við erum samt ekki að búa til leikáætlun í kringum það sem hinn maðurinn gerir. Það höfum við aldrei gert. Þetta er svipað og og alltaf. Maður horfir aðeins á hreyfingarnar hans og virkjar aðeins viðbrögðin við þeim,“ segir Gunnar.Sjá einnig:Búrið: Gunnar er með þetta skandinavíska, slutty viking útlit Jouban vill halda bardaganum standandi því hann er góður að slá og sparka – sérstaklega sparka. Gunnar er hvergi banginn við að standa á móti honum eða hverjum sem er því hann er alltaf að bæta sig standandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Gunnar er nákvæmastur allra í veltivigtinni þegar kemur að því að slá frá sér og landa höggum. „Ég er með minn eigin stíl og ég held að fólk hafi bara ekki séð neitt sérstaklega mikið af honum. Hann er alltaf að þróast. Ég fékk aðeins að nota hann í síðasta bardaga sem gaf mér líka tilfinningu fyrir því hvernig hann virkar í bardaga. Það var gott því það er öðruvísi að gera þetta á æfingum heldur en í bardaga,“ segir Gunnar.Vísir/GettySér beltið í hillingum Einn helsti löstur Alans Jouban í búrinu er hvað hann byrjar oft hægt og það ætlar Gunnar að nýta sér. „Mér finnst það líklegt. Ég fer yfirleitt inn með sterka byrjunarárás. Mér finnst það skipta máli og það er líka minn stíll. Ég reyni að klára bardagana mína þegar ég sé opnanir. Þær eru mjög víða og svo býr maður sjálfur til opnanir. Ég á sennilega eftir að byrja nokkuð sterkt,“ segir hann. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði í viðtali við íþróttadeild að hann sjái Gunnar fá titilbardaga í lok árs ef hann hefur betur gegn Jouban og fá svo stóran bardaga í sumar sem hann klári með sigri. Gunnar er ekkert að hlaupa fram úr sér en er að hugsa svipaða hluti. „Ég er ekkert að fara að hætta núna. Ég er að vinna mig upp enn þá. Svona er þetta ferðalag. Ég horfi ekkert fram hjá Alan en ég ætla að reyna að ná tveimur bardögum til viðbótar á árinu. Að sjálfsögðu mun ég reyna að vinna þá og þá gæti ég vel trúað að maður gæti barist um titilinn á næsta ári,“ segir Gunnar Nelson.Vísir/Getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Gunni vill ananas á pítsuna sína Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr. 15. mars 2017 12:00 Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Gunnar: Veltivigtin alltaf verið best og það er geggjað að vera í henni Gunnar Nelson er á því að hans þyngdarflokkur í UFC hafi alltaf verið stærstur og sterkastur. 17. mars 2017 14:00 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Gunnar og Jouban náðu báðir vigt Gunnar Nelson var slétt 77 kíló þegar hann steig á vigtina í morgun en hann snýr aftur í búrið annað kvöld. 17. mars 2017 09:45 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sjá meira
Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30
Gunni vill ananas á pítsuna sína Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr. 15. mars 2017 12:00
Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00
Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30
Gunnar: Veltivigtin alltaf verið best og það er geggjað að vera í henni Gunnar Nelson er á því að hans þyngdarflokkur í UFC hafi alltaf verið stærstur og sterkastur. 17. mars 2017 14:00
Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00
Gunnar og Jouban náðu báðir vigt Gunnar Nelson var slétt 77 kíló þegar hann steig á vigtina í morgun en hann snýr aftur í búrið annað kvöld. 17. mars 2017 09:45
Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30