Gunnar: Fallegra að hengja hann heldur en að djöflast eins og graður hundur Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2017 23:24 Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30
Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40