Sport

Gunnar fékk fimm milljóna króna bónus fyrir eina bestu frammistöðu kvöldsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson fékk góðan bónus.
Gunnar Nelson fékk góðan bónus. mynd/mjölnir/Sóllilja baltasarsdóttir
Gunnar Nelson fékk 50.000 dollara bónus (5,4 milljónir króna) frá UFC fyrir frammistöðu sína í bardaganum gegn Alan Jouban í kvöld en hún þótti ein sú besta á bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld.

UFC gaf það út eftir bardagann að Marc Diakiese, Marlon Vera, Gunnar Nelson og Jimi Manuwa fengu allir þennan væna bónus fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.



Diakiese barðist á undirkortinu fyrr um kvöldið en hinir þrír voru allir á aðalhlutanum. Að þessu sinni var ekki veittur bónus fyrir besta bardaga kvöldsins heldur var fjölgað bónusum fyrir bestu frammistöðuna.

Gunnar pakkaði Jouban saman í byrjun annarrar lotu með hengingartaki eftir að slá hann hálfa leið í gólfið.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×