Þrítugasta þrennan hjá geggjuðum Westbrook en Warriors með kaldan Curry tapaði Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 07:30 Russell Westbrook hlóð í 30. þrennuna sína á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði 43 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í 109-106 sigri Oklahoma City Thunder á Utah Jazz á heimavelli. Westbrook var, eins og gefur að skilja, allt í öllu í leiknum en hann skoraði tólf af 43 stigum sínum á síðustu tveimur mínútunum er hann leiddi sína menn til fjórða sigurleiksins í röð. Westbrook er búinn að ná þrennu í síðustu fjórum leikjum í röð og eru þær í heildina orðnar 67 á ferlinum hjá honum. Þetta var að auki í nótt fimmti leikurinn þar sem hann skorar að minnsta kosti 40 stig í þrennu. OKC færist nær liðunum fyrir ofan sig í vestrinu í baráttunni um betra sæti fyrir úrslitakeppnina en liðið er í sjöunda sæti með 35 sigurleiki, einum leik á eftir Memphis og Clippers og tveimur á eftir Utah Jazz. Golden State Warriors tapaði aðeins sínum tíunda leik í vetur þegar það lá í valnum á útivelli gegn Washington Wizards í nótt, 112-108. Mikið þurfti til hjá Golden State til að tapa leiknum. Silfurlið síðasta tímabils missti Kevin Durant út af meiddan eftir aðeins 93 sekúndur þegar Zaza Pachulia, leikmaður Golden State, datt á hann. Þá var Steph Curry ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna annað kvöldið í röð og hitti aðeins úr tveimur af níu þriggja stiga skotum sínum. Þrátt fyrir að vera án Durants og með ískaldan Curry fékk Golden State samt tækifæri til að komast yfir þegar tíu sekúndur voru eftir en Curry klikkaði fyrir utan þriggja stiga línuna. Washington kláraði leikinn á vítalínunni. „Þetta er skot sem ég tek vanalega þannig ég var fullur sjálfstrausts. Maður lifir fyrir þessar stundir en við verðum að lifa með þessum úrslitum,“ sagði Steph Curry eftir leik. John Wall fór á kostum fyrir Washington en leikstjórnandinn gaf 19 stoðsendingar í leiknum sem er persónulegt met. Bradley Beal var stigahæstur heimamanna með 25 stig.Úrslit næturinnar: Washington Wizards - Golden State Warriors 112-108 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 120-113 Chicago Bulls - Denver Nuggets 107-125 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 130-112 OKC Thunder - Utah Jazz 109-106 LA LAkers - Charlotte Hornets 104-109 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Russell Westbrook hlóð í 30. þrennuna sína á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði 43 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í 109-106 sigri Oklahoma City Thunder á Utah Jazz á heimavelli. Westbrook var, eins og gefur að skilja, allt í öllu í leiknum en hann skoraði tólf af 43 stigum sínum á síðustu tveimur mínútunum er hann leiddi sína menn til fjórða sigurleiksins í röð. Westbrook er búinn að ná þrennu í síðustu fjórum leikjum í röð og eru þær í heildina orðnar 67 á ferlinum hjá honum. Þetta var að auki í nótt fimmti leikurinn þar sem hann skorar að minnsta kosti 40 stig í þrennu. OKC færist nær liðunum fyrir ofan sig í vestrinu í baráttunni um betra sæti fyrir úrslitakeppnina en liðið er í sjöunda sæti með 35 sigurleiki, einum leik á eftir Memphis og Clippers og tveimur á eftir Utah Jazz. Golden State Warriors tapaði aðeins sínum tíunda leik í vetur þegar það lá í valnum á útivelli gegn Washington Wizards í nótt, 112-108. Mikið þurfti til hjá Golden State til að tapa leiknum. Silfurlið síðasta tímabils missti Kevin Durant út af meiddan eftir aðeins 93 sekúndur þegar Zaza Pachulia, leikmaður Golden State, datt á hann. Þá var Steph Curry ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna annað kvöldið í röð og hitti aðeins úr tveimur af níu þriggja stiga skotum sínum. Þrátt fyrir að vera án Durants og með ískaldan Curry fékk Golden State samt tækifæri til að komast yfir þegar tíu sekúndur voru eftir en Curry klikkaði fyrir utan þriggja stiga línuna. Washington kláraði leikinn á vítalínunni. „Þetta er skot sem ég tek vanalega þannig ég var fullur sjálfstrausts. Maður lifir fyrir þessar stundir en við verðum að lifa með þessum úrslitum,“ sagði Steph Curry eftir leik. John Wall fór á kostum fyrir Washington en leikstjórnandinn gaf 19 stoðsendingar í leiknum sem er persónulegt met. Bradley Beal var stigahæstur heimamanna með 25 stig.Úrslit næturinnar: Washington Wizards - Golden State Warriors 112-108 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 120-113 Chicago Bulls - Denver Nuggets 107-125 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 130-112 OKC Thunder - Utah Jazz 109-106 LA LAkers - Charlotte Hornets 104-109
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira