Þrítugasta þrennan hjá geggjuðum Westbrook en Warriors með kaldan Curry tapaði Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 07:30 Russell Westbrook hlóð í 30. þrennuna sína á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði 43 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í 109-106 sigri Oklahoma City Thunder á Utah Jazz á heimavelli. Westbrook var, eins og gefur að skilja, allt í öllu í leiknum en hann skoraði tólf af 43 stigum sínum á síðustu tveimur mínútunum er hann leiddi sína menn til fjórða sigurleiksins í röð. Westbrook er búinn að ná þrennu í síðustu fjórum leikjum í röð og eru þær í heildina orðnar 67 á ferlinum hjá honum. Þetta var að auki í nótt fimmti leikurinn þar sem hann skorar að minnsta kosti 40 stig í þrennu. OKC færist nær liðunum fyrir ofan sig í vestrinu í baráttunni um betra sæti fyrir úrslitakeppnina en liðið er í sjöunda sæti með 35 sigurleiki, einum leik á eftir Memphis og Clippers og tveimur á eftir Utah Jazz. Golden State Warriors tapaði aðeins sínum tíunda leik í vetur þegar það lá í valnum á útivelli gegn Washington Wizards í nótt, 112-108. Mikið þurfti til hjá Golden State til að tapa leiknum. Silfurlið síðasta tímabils missti Kevin Durant út af meiddan eftir aðeins 93 sekúndur þegar Zaza Pachulia, leikmaður Golden State, datt á hann. Þá var Steph Curry ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna annað kvöldið í röð og hitti aðeins úr tveimur af níu þriggja stiga skotum sínum. Þrátt fyrir að vera án Durants og með ískaldan Curry fékk Golden State samt tækifæri til að komast yfir þegar tíu sekúndur voru eftir en Curry klikkaði fyrir utan þriggja stiga línuna. Washington kláraði leikinn á vítalínunni. „Þetta er skot sem ég tek vanalega þannig ég var fullur sjálfstrausts. Maður lifir fyrir þessar stundir en við verðum að lifa með þessum úrslitum,“ sagði Steph Curry eftir leik. John Wall fór á kostum fyrir Washington en leikstjórnandinn gaf 19 stoðsendingar í leiknum sem er persónulegt met. Bradley Beal var stigahæstur heimamanna með 25 stig.Úrslit næturinnar: Washington Wizards - Golden State Warriors 112-108 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 120-113 Chicago Bulls - Denver Nuggets 107-125 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 130-112 OKC Thunder - Utah Jazz 109-106 LA LAkers - Charlotte Hornets 104-109 NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Russell Westbrook hlóð í 30. þrennuna sína á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði 43 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í 109-106 sigri Oklahoma City Thunder á Utah Jazz á heimavelli. Westbrook var, eins og gefur að skilja, allt í öllu í leiknum en hann skoraði tólf af 43 stigum sínum á síðustu tveimur mínútunum er hann leiddi sína menn til fjórða sigurleiksins í röð. Westbrook er búinn að ná þrennu í síðustu fjórum leikjum í röð og eru þær í heildina orðnar 67 á ferlinum hjá honum. Þetta var að auki í nótt fimmti leikurinn þar sem hann skorar að minnsta kosti 40 stig í þrennu. OKC færist nær liðunum fyrir ofan sig í vestrinu í baráttunni um betra sæti fyrir úrslitakeppnina en liðið er í sjöunda sæti með 35 sigurleiki, einum leik á eftir Memphis og Clippers og tveimur á eftir Utah Jazz. Golden State Warriors tapaði aðeins sínum tíunda leik í vetur þegar það lá í valnum á útivelli gegn Washington Wizards í nótt, 112-108. Mikið þurfti til hjá Golden State til að tapa leiknum. Silfurlið síðasta tímabils missti Kevin Durant út af meiddan eftir aðeins 93 sekúndur þegar Zaza Pachulia, leikmaður Golden State, datt á hann. Þá var Steph Curry ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna annað kvöldið í röð og hitti aðeins úr tveimur af níu þriggja stiga skotum sínum. Þrátt fyrir að vera án Durants og með ískaldan Curry fékk Golden State samt tækifæri til að komast yfir þegar tíu sekúndur voru eftir en Curry klikkaði fyrir utan þriggja stiga línuna. Washington kláraði leikinn á vítalínunni. „Þetta er skot sem ég tek vanalega þannig ég var fullur sjálfstrausts. Maður lifir fyrir þessar stundir en við verðum að lifa með þessum úrslitum,“ sagði Steph Curry eftir leik. John Wall fór á kostum fyrir Washington en leikstjórnandinn gaf 19 stoðsendingar í leiknum sem er persónulegt met. Bradley Beal var stigahæstur heimamanna með 25 stig.Úrslit næturinnar: Washington Wizards - Golden State Warriors 112-108 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 120-113 Chicago Bulls - Denver Nuggets 107-125 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 130-112 OKC Thunder - Utah Jazz 109-106 LA LAkers - Charlotte Hornets 104-109
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira