Sænskur sjónvarpskokkur mun elda grænmeti ofan í Íslendinga Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2017 09:45 Jonas Lundgren hefur meðal annars sérhæft sig í grænmetisréttum. Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine. Food and Fun Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine.
Food and Fun Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira