Er Vinnslustöðin verst rekna fyrirtækið? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu að framlegðin af loðnuveiðum þetta árið sé aðeins 10%. Notaði hann útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar hf. og yfirfærir þá á þær loðnuveiðar og vinnslu sem hófust eftir verkfall. Áætlar hann verðmæti loðnunnar 17 milljarða króna og segir að framlegðin (EBITDA) sé 1,7 milljarðar króna. Það er aðeins 10%. Þetta rímar illa við opinberar hagtölur. Ekki liggja fyrir tölur um framlegðina af loðnuveiðum og loðnuvinnslu sérstaklega, en mjög góð afkoma hefur verið af uppsjávarveiðum og -bræðslu frá 2008 til 2015. Hreinn hagnaður hefur verið frá 17-36% að einu ári undanskildu. Það þýðir að framlegðin hefur verið enn meiri. Árið 2015 var framlegðin hjá uppsjávarveiðiskipum 21,5% og 17,7% hjá uppsjávarfrystiskipum. Í mjöl- og lýsisvinnslu var framlegðin 20,2%. Í uppgjöri Hagstofunnar er veiðigjaldið til ríkisins fært til rekstrarkostnaðar og lækkar það framlegðina. Það er ekki eðlilegt þar sem veiðigjald er ekki kostnaður við útgerð skipsins heldur afgjald fyrir veiðirétt. Fyrir útgerðina í heild svarar veiðigjaldið 3% af tekjum þegar veiðigjaldið er fært frá rekstrarkostnaði. Tölur um framlegð í uppsjávarveiðum eru því í raun a.m.k. 3% hærri en tölur Hagstofunnar. Þá fæst að framlegðin í uppsjávarveiðum árið 2015 var 21-25% af tekjum. Það er mun hærra en þau 10% sem fást með „speglun“ á skattaspori Vinnslustöðvarinnar. Til þess að gera rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. enn ótrúverðugri þá var heildarafkoman í sjávarútvegi 2015 sú að framlegðin var 30%. Full ástæða er til þess að efast um fullyrðingar um slæma afkomu af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í ljósi opinberra upplýsingar um afkomu í sjávarútvegi, en séu þær engu að síður réttar blasir við að Vinnslustöðin hf. hlýtur að vera eitt verst rekna fyrirtækið í sjávarútvegi. Sé það raunin er verið að sóa verðmætum og rýra lífskjör þjóðarinnar með því að fela fyrirtækinu að nýta auðlind þjóðarinnar þegar aðrir geta gert það miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu að framlegðin af loðnuveiðum þetta árið sé aðeins 10%. Notaði hann útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar hf. og yfirfærir þá á þær loðnuveiðar og vinnslu sem hófust eftir verkfall. Áætlar hann verðmæti loðnunnar 17 milljarða króna og segir að framlegðin (EBITDA) sé 1,7 milljarðar króna. Það er aðeins 10%. Þetta rímar illa við opinberar hagtölur. Ekki liggja fyrir tölur um framlegðina af loðnuveiðum og loðnuvinnslu sérstaklega, en mjög góð afkoma hefur verið af uppsjávarveiðum og -bræðslu frá 2008 til 2015. Hreinn hagnaður hefur verið frá 17-36% að einu ári undanskildu. Það þýðir að framlegðin hefur verið enn meiri. Árið 2015 var framlegðin hjá uppsjávarveiðiskipum 21,5% og 17,7% hjá uppsjávarfrystiskipum. Í mjöl- og lýsisvinnslu var framlegðin 20,2%. Í uppgjöri Hagstofunnar er veiðigjaldið til ríkisins fært til rekstrarkostnaðar og lækkar það framlegðina. Það er ekki eðlilegt þar sem veiðigjald er ekki kostnaður við útgerð skipsins heldur afgjald fyrir veiðirétt. Fyrir útgerðina í heild svarar veiðigjaldið 3% af tekjum þegar veiðigjaldið er fært frá rekstrarkostnaði. Tölur um framlegð í uppsjávarveiðum eru því í raun a.m.k. 3% hærri en tölur Hagstofunnar. Þá fæst að framlegðin í uppsjávarveiðum árið 2015 var 21-25% af tekjum. Það er mun hærra en þau 10% sem fást með „speglun“ á skattaspori Vinnslustöðvarinnar. Til þess að gera rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. enn ótrúverðugri þá var heildarafkoman í sjávarútvegi 2015 sú að framlegðin var 30%. Full ástæða er til þess að efast um fullyrðingar um slæma afkomu af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í ljósi opinberra upplýsingar um afkomu í sjávarútvegi, en séu þær engu að síður réttar blasir við að Vinnslustöðin hf. hlýtur að vera eitt verst rekna fyrirtækið í sjávarútvegi. Sé það raunin er verið að sóa verðmætum og rýra lífskjör þjóðarinnar með því að fela fyrirtækinu að nýta auðlind þjóðarinnar þegar aðrir geta gert það miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar