Er Vinnslustöðin verst rekna fyrirtækið? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu að framlegðin af loðnuveiðum þetta árið sé aðeins 10%. Notaði hann útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar hf. og yfirfærir þá á þær loðnuveiðar og vinnslu sem hófust eftir verkfall. Áætlar hann verðmæti loðnunnar 17 milljarða króna og segir að framlegðin (EBITDA) sé 1,7 milljarðar króna. Það er aðeins 10%. Þetta rímar illa við opinberar hagtölur. Ekki liggja fyrir tölur um framlegðina af loðnuveiðum og loðnuvinnslu sérstaklega, en mjög góð afkoma hefur verið af uppsjávarveiðum og -bræðslu frá 2008 til 2015. Hreinn hagnaður hefur verið frá 17-36% að einu ári undanskildu. Það þýðir að framlegðin hefur verið enn meiri. Árið 2015 var framlegðin hjá uppsjávarveiðiskipum 21,5% og 17,7% hjá uppsjávarfrystiskipum. Í mjöl- og lýsisvinnslu var framlegðin 20,2%. Í uppgjöri Hagstofunnar er veiðigjaldið til ríkisins fært til rekstrarkostnaðar og lækkar það framlegðina. Það er ekki eðlilegt þar sem veiðigjald er ekki kostnaður við útgerð skipsins heldur afgjald fyrir veiðirétt. Fyrir útgerðina í heild svarar veiðigjaldið 3% af tekjum þegar veiðigjaldið er fært frá rekstrarkostnaði. Tölur um framlegð í uppsjávarveiðum eru því í raun a.m.k. 3% hærri en tölur Hagstofunnar. Þá fæst að framlegðin í uppsjávarveiðum árið 2015 var 21-25% af tekjum. Það er mun hærra en þau 10% sem fást með „speglun“ á skattaspori Vinnslustöðvarinnar. Til þess að gera rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. enn ótrúverðugri þá var heildarafkoman í sjávarútvegi 2015 sú að framlegðin var 30%. Full ástæða er til þess að efast um fullyrðingar um slæma afkomu af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í ljósi opinberra upplýsingar um afkomu í sjávarútvegi, en séu þær engu að síður réttar blasir við að Vinnslustöðin hf. hlýtur að vera eitt verst rekna fyrirtækið í sjávarútvegi. Sé það raunin er verið að sóa verðmætum og rýra lífskjör þjóðarinnar með því að fela fyrirtækinu að nýta auðlind þjóðarinnar þegar aðrir geta gert það miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu að framlegðin af loðnuveiðum þetta árið sé aðeins 10%. Notaði hann útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar hf. og yfirfærir þá á þær loðnuveiðar og vinnslu sem hófust eftir verkfall. Áætlar hann verðmæti loðnunnar 17 milljarða króna og segir að framlegðin (EBITDA) sé 1,7 milljarðar króna. Það er aðeins 10%. Þetta rímar illa við opinberar hagtölur. Ekki liggja fyrir tölur um framlegðina af loðnuveiðum og loðnuvinnslu sérstaklega, en mjög góð afkoma hefur verið af uppsjávarveiðum og -bræðslu frá 2008 til 2015. Hreinn hagnaður hefur verið frá 17-36% að einu ári undanskildu. Það þýðir að framlegðin hefur verið enn meiri. Árið 2015 var framlegðin hjá uppsjávarveiðiskipum 21,5% og 17,7% hjá uppsjávarfrystiskipum. Í mjöl- og lýsisvinnslu var framlegðin 20,2%. Í uppgjöri Hagstofunnar er veiðigjaldið til ríkisins fært til rekstrarkostnaðar og lækkar það framlegðina. Það er ekki eðlilegt þar sem veiðigjald er ekki kostnaður við útgerð skipsins heldur afgjald fyrir veiðirétt. Fyrir útgerðina í heild svarar veiðigjaldið 3% af tekjum þegar veiðigjaldið er fært frá rekstrarkostnaði. Tölur um framlegð í uppsjávarveiðum eru því í raun a.m.k. 3% hærri en tölur Hagstofunnar. Þá fæst að framlegðin í uppsjávarveiðum árið 2015 var 21-25% af tekjum. Það er mun hærra en þau 10% sem fást með „speglun“ á skattaspori Vinnslustöðvarinnar. Til þess að gera rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. enn ótrúverðugri þá var heildarafkoman í sjávarútvegi 2015 sú að framlegðin var 30%. Full ástæða er til þess að efast um fullyrðingar um slæma afkomu af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í ljósi opinberra upplýsingar um afkomu í sjávarútvegi, en séu þær engu að síður réttar blasir við að Vinnslustöðin hf. hlýtur að vera eitt verst rekna fyrirtækið í sjávarútvegi. Sé það raunin er verið að sóa verðmætum og rýra lífskjör þjóðarinnar með því að fela fyrirtækinu að nýta auðlind þjóðarinnar þegar aðrir geta gert það miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun