Trump vill setja 108 þúsund milljarða í uppbyggingu innviða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 19:45 Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira