Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Stöð hennar er sögð miðla hatursorðræðu í nýrri skýrslu. Vísir Nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) hefur áhyggjur af efni sjónvarpsstöðvarinnar Omega og útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu. Þetta kemur fram í fimmtu skýrslu nefndarinnar um Ísland. „ECRI tekur eftir því að einkarekna sjónvarpsstöðin Omega, sem nefnd er í fjórðu skýrslunni, heldur áfram að gefa sig að hatursorðræðu gegn múslimum,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem dreifi hatursorðræðu sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Framboð hennar var sagt hafa gert andstöðu við múslima að sínu helsta baráttumáli.Vísir/ValliNefndin hefur einnig áhyggjur af orðræðu Íslendinga á netinu. Þá segir að internetið hafi verið notað til þess að tjá fjandsamlegt viðhorf til hinsegin fólks. „Má nefna sem dæmi viðbrögð við fréttatilkynningu Hafnarfjarðarbæjar í apríl 2015 um þá ákvörðun að hefja „hinsegin fræðslu“ í skólum bæjarins.“ ECRI segir enn fremur að sveitarstjórnarkosningarnar í júní 2014 hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Gagnrýnir nefndin þar lista Framsóknar og flugvallarvina sérstaklega. „Framsóknarflokkurinn gerði andstöðu við moskuna og múslima almennt að sínu helsta baráttumáli og fulltrúi flokksins í borgarstjóraembætti Reykjavíkur tilkynnti að hún myndi afturkalla ákvörðunina um að úthluta landi undir byggingu moskunnar,“ segir í skýrslunni.Ummæli Ásmundar Friðrikssonar eru sögð umburðarlaus og fordómafull.Vísir/VilhelmNefndin gagnrýnir Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Í janúar 2015 spurði þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sinni hvort Íslendingar væru óhultir fyrir hryðjuverkum og vildi láta gera bakgrunnsrannsókn á þeim 1.500 múslimum sem búa á Íslandi til þess að komast að því hvort þeir hefðu sótt æfingabúðir hryðjuverkamanna.“ Eru þessi ummæli kölluð umburðarlaus og fordómafull. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) hefur áhyggjur af efni sjónvarpsstöðvarinnar Omega og útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu. Þetta kemur fram í fimmtu skýrslu nefndarinnar um Ísland. „ECRI tekur eftir því að einkarekna sjónvarpsstöðin Omega, sem nefnd er í fjórðu skýrslunni, heldur áfram að gefa sig að hatursorðræðu gegn múslimum,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem dreifi hatursorðræðu sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Framboð hennar var sagt hafa gert andstöðu við múslima að sínu helsta baráttumáli.Vísir/ValliNefndin hefur einnig áhyggjur af orðræðu Íslendinga á netinu. Þá segir að internetið hafi verið notað til þess að tjá fjandsamlegt viðhorf til hinsegin fólks. „Má nefna sem dæmi viðbrögð við fréttatilkynningu Hafnarfjarðarbæjar í apríl 2015 um þá ákvörðun að hefja „hinsegin fræðslu“ í skólum bæjarins.“ ECRI segir enn fremur að sveitarstjórnarkosningarnar í júní 2014 hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Gagnrýnir nefndin þar lista Framsóknar og flugvallarvina sérstaklega. „Framsóknarflokkurinn gerði andstöðu við moskuna og múslima almennt að sínu helsta baráttumáli og fulltrúi flokksins í borgarstjóraembætti Reykjavíkur tilkynnti að hún myndi afturkalla ákvörðunina um að úthluta landi undir byggingu moskunnar,“ segir í skýrslunni.Ummæli Ásmundar Friðrikssonar eru sögð umburðarlaus og fordómafull.Vísir/VilhelmNefndin gagnrýnir Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Í janúar 2015 spurði þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sinni hvort Íslendingar væru óhultir fyrir hryðjuverkum og vildi láta gera bakgrunnsrannsókn á þeim 1.500 múslimum sem búa á Íslandi til þess að komast að því hvort þeir hefðu sótt æfingabúðir hryðjuverkamanna.“ Eru þessi ummæli kölluð umburðarlaus og fordómafull. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira