Íslenskur ljósmyndari vann dönsku ljósmyndaverðlaunin fyrir mynd sem vakti heimsathygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 15:02 Verðlaunamynd Ólafs Steinar Gestssonar. MYND/ÓLAFUR GESTSSON/SCANPIX Íslenski ljósmyndarinn Ólafur Steinar Gestsson hlaut í dag dönsku ljósmyndaverðlaunin í flokknum hversdagsmynd ársins en myndina tók hann á íbúafundi í Kalundburg í Danmörku í mars í fyrra sem haldinn var vegna fyrirhugaðrar opnunar móttökustöðvar fyrir flóttamenn í bænum. Myndin vakti gríðarlega athygli og hlaut Ólafur meðal annars svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann þegar hann var í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlinske. Fjallað var um myndina í fjölmörgum erlendum miðlum þar sem hún var sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda. Þá sýndi það sig í kommentakerfinu á vef Ekstrabladet þar sem myndin var birt að andúð Dana í garð innflytjenda fer vaxandi.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum Í samtali við Vísi í nóvember síðastliðnum sagði Ólafur söguna á bak við myndina. „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ sagði Ólafur. Hann vildi reyna að fanga það andrúmsloft en sagði það hafa verið nokkuð snúið þar sem fundurinn fór fram í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið. „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ sagði Ólafur.Harður tónn í kommentakerfinu Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og sagði aðspurður að honum þætti sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefndi þá kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart kvaðst hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ sagði Ólafur í samtali við Vísi í nóvember. Flóttamenn Tengdar fréttir Verðlaunamynd íslensks ljósmyndara veldur usla Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. 18. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Íslenski ljósmyndarinn Ólafur Steinar Gestsson hlaut í dag dönsku ljósmyndaverðlaunin í flokknum hversdagsmynd ársins en myndina tók hann á íbúafundi í Kalundburg í Danmörku í mars í fyrra sem haldinn var vegna fyrirhugaðrar opnunar móttökustöðvar fyrir flóttamenn í bænum. Myndin vakti gríðarlega athygli og hlaut Ólafur meðal annars svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann þegar hann var í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlinske. Fjallað var um myndina í fjölmörgum erlendum miðlum þar sem hún var sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda. Þá sýndi það sig í kommentakerfinu á vef Ekstrabladet þar sem myndin var birt að andúð Dana í garð innflytjenda fer vaxandi.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum Í samtali við Vísi í nóvember síðastliðnum sagði Ólafur söguna á bak við myndina. „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ sagði Ólafur. Hann vildi reyna að fanga það andrúmsloft en sagði það hafa verið nokkuð snúið þar sem fundurinn fór fram í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið. „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ sagði Ólafur.Harður tónn í kommentakerfinu Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og sagði aðspurður að honum þætti sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefndi þá kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart kvaðst hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ sagði Ólafur í samtali við Vísi í nóvember.
Flóttamenn Tengdar fréttir Verðlaunamynd íslensks ljósmyndara veldur usla Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. 18. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Verðlaunamynd íslensks ljósmyndara veldur usla Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. 18. nóvember 2016 14:22